Corey Reynolds (fæddur 3. júlí 1974) er bandarískur leikari sem hefur komið fram í söngleikjum, sjónvarpi og kvikmyndum.

Corey Reynolds
Corey Reynolds
Corey Reynolds
Upplýsingar
FæddurCorey Reynolds
3. júlí 1974 (1974-07-03) (50 ára)
Ár virkur2003 -
Helstu hlutverk
David Gabriel í The Closer

Einkalíf

breyta

Reynolds er fæddur og uppalinn í Richmond í Virginiu. Hefur hann verið giftur Tara Renee Schemansky síðan 2008.[1]

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Corey byjaði leiklistarferilinn sinn aðeins 16 ára gamall í heimabæ sínum. Árið 1996 fluttist hann til Kaliforníu. Þar var hann ráðinn í uppfærsluna á Smokey Joe's Cafe, sem og Saturday Night Fever. Báðar þessar sýningar voru farandsýningar.[2].

Árið 2002 var honum boðið hlutverk í Hairspray sem Seaweed J Stubbs, sem hann lék til ársins 2003.[3] Fyrir hlutverk sitt var hann tilnefndur bæði til Tony-verðlauna og Drama Desk verðlauna, sem besti leikari í söngleik.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Reynolds var árið 2003 í Eve. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við CSI: Miami, NCIS og Without a Trace.

Árið 2005 var honum boðið hlutverk í The Closer sem Aðstoðarvarðþjálfinn David Garbiel sem hann lék til ársins 2012.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Reynolds var árið 2004 í The Terminal í leikstjórn Steven Spielberg. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við The Wereth Eleven og Selma.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2004 The Terminal Waylin
2005 Partner(s) William
2011 The Wereth Eleven Kynnir
2014 Selma Presturinn C.T. Vivian
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2003 Eve Malcolm 'Khalif' Davis Þáttur: The Talk
2003 The Guardian Robert Bridge 2 þættir
2005 Without a Trace Damon Ferris Þáttur: Penitence
2007 CSI: Miami Steve Gryson Þáttur: Bloodline
2007 Private Practice Ray Þáttur: In Which Charlotte Goes Down the Rabbit Hole
2010 NCIS Lieutenant Commander Aaban El-Sayad Þáttur: Faith
2005-2012 The Closer Aðstoðarvarðþjálfinn David Gabriel 109 þættir
2014 Delirium Tack Sjónvarpsmynd

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Drama Desk verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Hairspray.

Image verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti aukaleikari dramaseríu fyrir The Closer

NAMIC Vision verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The Closer

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer

Tony verðlaunin

  • 2003: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Hairspray.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta