Michael Paul Chan (fæddur 26. júní 1950) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín sem Michael Tao í The Closer og Major Crimes.

Michael Paul Chan
Michael Paul Chan
Michael Paul Chan
Upplýsingar
FæddurMichael Paul Chan
26. júní 1950 (1950-06-26) (73 ára)
Ár virkur1975 -
Helstu hlutverk
Michael Tao í The Closer

Einkalíf

breyta

Chan fæddist í San Francisco og er af þriðju kynslóð kínversk-amerískrar fjölskyldu.[1][2]

Chan stundaði nám í leiklist við American Conservatory Theater í San Francisco.

Chan hefur verið giftur Christina Ann Chan síðan 1975 og saman eiga þau eitt barn.

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Chan er einn af upphafsmönnum að Asian American Theater Company sem staðsett er í San Francisco. Fyrsta leikhúsverk Chan var árið 1977 í The Year of the Dragon hjá Asian American Theatre Company.[3] Árið 1981 kom hann fram í leikritinu Family Devotions sem Robert.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Chan var árið 1975 í Police Story. Síðan þá hefur hann komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Blue Knight, CHiPs, Hill Street Blues, MacGyver, Northern Exposure, Babylon 5, JAG, Brooklyn South, Crossing Jordan, Arrested Development og Simpsonfjölskyldunni.

Árið 1994 lék Chan stórt hlutverk í þættinum Valley of the Dolls sem Rich Chen. Var hann einnig með gestahlutverk í lögregluþættinum Robbery Homicide Division frá 2002-2003 sem rannsóknarlögreglumaðurinn Ron Lu.

Hefur Chan síðan 2005 leikið rannsóknarliðsforingjann Michael Tao í The Closer til ársins 2012 og síðan í Major Crimes frá 2012.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Chan var árið 1979 í Up Yours. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við The Goonies, Falling Down, Maverick, Batman Forever, Batman & Robin, U.S. Marshals, The Insider og Spy Game.

Kvikmyndir og sjónvarpsþættir

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1979 Up Yours Búðarstrákur / Gulur sem Mike Chan
1980 Cardiac Arrest Wylie Wong sem Mike Chan
1981 Thief Þjónn í kínversku veitingahúsi
1984 Runaway Wilson
1985 The Goonies Father Data
1986 Quicksilver Asískur klíkumeðlimur nr. 2
1991 Thousand Pieces of Gold Hong King
1992 Rapid Fire Carl Chang
1993 Falling Down Mr. Lee
1993 Joshua Tree Jimmy Shoeshine
1993 The Joy Luck Club Harold
1993 Heaven & Earth Yfirheyrslumaður
1994 Maverick Riverboat pókerspilari
1995 Batman Forever Framkvæmdastjóri
1995 Galaxis Manny Hopkins
1995 The Immortals Mifune
1996 Paper Dragons Lee Hongpo
1997 First Daughter Lum frændi
1997 Batman & Robin Rannsóknarmaður
1997 Double Tap Fung Suk
1998 U.S. Marshall Xian Chen, Menningarfullrúi frá Kína
1998 The Protector Dr. Anthony Mane
1999 Molly Domingo
1999 The Insider Kvikmyndatökumaðurinn Norman
1999 The Big Tease Clarence
1999 Black and White Vitni sem Michael P. Chan
2000 Once in the Life Buddha
2001 The Ghost Rannsóknarlögreglumaðurinn Wu
2001 Megiddo: The Omega Code 2 Forsætisráðherra Kína
2001 Megiddo: The Omega Code 2 Chinese Premier
2001 The Glass House Mr. Kim
2001 Spy Game Vincent Vy Ngo
2003 Masked and Anonymous Vörður
2005 Mrs. Harris Dr. Louis Roh Sjónvarpsmynd
2006 Americanese Jimmy Chan
2012 The Happiest Person in America Ken
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1975 Police Story Klíkumeðlimur /Unglingsfjárkúgari 2 þættir
óskráður á lista
1975 Khan! ónefnt hlutverk Þáttur: Mask of Deceit
1976 The Blue Knight Liðþjálfinn Iowe Þáttur: The Great Wall of Chinatown
sem Michael Chan
1977 Police Woman ónefnt hlutverk Þáttur: Deadline: Death
1977 Baretta Bobby Kwok Þáttur: Big Bad Charlie
1978 Baa Baa Black Sheep ónefnt hlutverk Þáttur: Operation Stand-Down
1982 CHiPs Earl Sakai Þáttur: The Spaceman Made Me Do It
1982 T.J. Hooker Læknir Þáttur: The Decoy
1984 The Seduction of Gina ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynds
1985 CBS Storybreak ónefnt hlutverk /Talaði inn á Þáttur: Yeh-Shen: A Cinderella Story from China
sem Michael Chan
1985 Me and Mom ónefnt hlutverk Þáttur: The Murder Game
1985 The Insiders Sjúkraliði Þáttur: Carly
1985 Hill Street Blues Smith Þáttur: What Are Friends For
1986 Dynasty Tæknimaður á rannsóknarstofu Þáttur: The Alarm
1986 Hunter Karl hjúkka Þáttur: Scrap Metal
1986 Kung Fu: The Movie Ching Sjónvarpsmynd
1986 Alfred Hitchcock Presents Denning Þáttur: The Canary Sedan
1984-1986 Trapper John, M.D. Bruce
Röntgen tæknimaður
Þáttur: It´s About Time (1984)
Þáttur: Fall of the Wild (1986)
1986 MacGyver Bankamaður Þáttur: The Wish Child
1982-1986 Cagney & Lacey Dr. Feng 2 þættir
1986-1987 The Colbys Fréttamaður nr. 2 2 þættir
1987 Max Headroom ónefnt hlutverk Þáttur: Body Banks
1987 Throb Svæfingarlæknir Þáttur: Future Shock
1988 Stranger on My Land Eliot Sjónvarpsmynd
1989 Tour of Duty Victor Charles Þáttur: I Wish It Would Rain
1989 Alien Nation Mr. Kim Þáttur: Contact
1988-1990 Jake and the Fatman Labman /Michael 3 þættir
1990 Hardball ónefnt hlutverk Þáttur: Wedding Bell Blues
1990 Norhern Exposure Masuto Þáttur: Dreams, Schemes and Putting Greens
1991 Under Cover Dr. Lee Þáttur: War Game
1991 Fatal Friendship Mr. Kee Sjónvarpsmynd
1991 Knots Landing Mr. Tomita Þáttur: Victoria´s Secret
1992 Street Justice ónefnt hlutverk Þáttur: Bad Choice
1992 2000 Malibu Road Harry Chang Þáttur: Pilot
1992 The Wonder Years Mr. Chong 3 þættir
1994 Dangerous Heart Kapteinn Lin Sjónvarpsmynd
1994 Babylon 5 Roberts Þáttur: The War Prayer
1994 Honor Thy Father and Mother: The True Story of the Menendez Murders Lester Kuriyama Sjónvarpsmynd
1994 One West Waikiki D.A. Tom Kahana Þáttur: Scales of Justice
1994 Valley of the Dolls Rick Chen 65 þættir
1994 A Friend to Die For Mr. Kwan Sjónvarpsmynd
1995 Under Suspicion ónefnt hlutverk Þáttur: Koreatown Murder
1995 Murder, She Wrote Trevor Han Þáttur: Death ´N Denial
1995 JAG Sendiherrann Sonsiri, Taíland Þáttur: Deja Vu
1995 Strange Luck Mike, Fung Chi Meistari Þáttur: Walk Away
1996 Profit Alex Yee Þáttur: Hero
1996 Sudden Terror: The Hijacking of School Bus #17 Harry Kee Sjónvarpsmynd
1996 Nash Bridges Tommy Luck Þáttur: Promised Land
1996 Suddenly ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
1997 The Burning Zone Mr. Chan Þáttur: The Last Five Pounds Are the Hardest
???? Spy Game Mr. Eng Þáttur: Necessity Is the Mother of Infection
1997 Lois & Clark: The New Adventures of Superman Chester Paladin Þáttur: AKA Superman
1997 Party of Five Stjórnandi Þáttur: A Little Faith
1997 Arli$$ Tom Woo Þáttur: Kirby Carlisle, Trouble-Shooter
1997 Michael Hayes ónefnt hlutverk Þáttur: Slaves
???? Honolulu CRU ónefnt hlutverk Þáttur: Pilot
1998 Brooklyn South Rannsóknarfulltrúinn Keith Chan Þáttur: Exposing Johnson
1998 Soldier of Fortune, Inc. Col. Kim Pak Sum Þáttur: Tight Spot
1999 Early Edition Han Þáttur: Play It Again, Sammo
1999 G vs E Mr. Mifune Þáttur: Buried
1999 V.I.P. Kapteinn Go Þáttur: Mao Better Blues
2000 Strong Medicine Dr. Dexter Chen Þáttur: Pre-Existing Conditions
2000 The Invisible Man Shun Lee Þáttur: Cat & Mouse
2000 City of Angels Dr. Malcolm Wong Þáttur: Leg Erie
2001 Static Shock Mr. Kim Þáttur: Tantrum
Talaði inn á
2001 Nikki Dr. Cheng Þáttur: A Rock and a Hard Place
2003 Crossing Jordan Yoshi Þáttur: Fire and Ice
2002-2003 Robbery Homicide Division Rannsóknarfulltrúinn Ron Lu 13 þættir
2003 Boomtown Lobo Chan Þáttur: The Hole-in-the-Wall Gang
2005 Unscripted Leigusali Þáttur: Sería 1 – Þáttur nr. 10
2004-2005 Arrested Development Dómarinn Lionel Ping 6 þættir
2005 Mrs. Harris Dr. Louis Roh Sjónvarpsmynd
2006 Smith Chung Þáttur: Two
2003-2007 Las Vegas Mr. Larry Chen
Mr. Zhao
Þáttur: Wines and Misdemeanors (2007)
Þáttur: Year of the Tiger (2003)
2007 Bones Prófessor Shi Jon Chen Þáttur: The Boneless Bride in the River
1999-2008 The PJs Jimmy Ho 40 þættir
Talaði inn á
2011 Simpsonfjölskyldan Kínverskur fulltrúi Þáttur: Homer the Father
Talaði inn á
2005-2012 The Closer Rannsóknarliðsforinginn Mike Tao 109 þættir
2012-til dags Major Crimes Rannsóknarliðsforinginn Mike Tao 39 þættir

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Closer.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Closer.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Closer.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Closer.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir The Closer.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta