The Closer er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lögreglufulltrúann Brenda Leigh Johnson (Kyra Sedgwick) frá Georgíu sem flytur til Los Angeles, í þeim tilgangi að leiða forgangs morðsrannsóknar deild. Höfundurinn að þættinum er James Duff.

The Closer
Einnig þekkt semThe Closer
TegundLögregludrama
ÞróunJames Duff
Michael M. Robin
Greer Shephard
LeikararKyra Sedgwick
J. K. Simmons
Corey Reynolds
Robert Gossett
G. W. Bailey
Anthony Denison
Michael Paul Chan
Raymond Cruz
Phillip P. Keene
Jon Tenney
Mary McDonnell
Gina Ravera
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða7
Fjöldi þátta109
Framleiðsla
StaðsetningLos Angeles
Lengd þáttar42-60 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðTNT
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt13.júní 2005 - 13.ágúst 2012 –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Framleiddar voru sjö þáttaraðir og var fyrsti þátturinn frumsýndur 13. júní 2005.

Framleiðsla

breyta

Framleiðendur

breyta

Þátturinn var framleiddur af Shephard/Robin fyrirtækinu í samstarfi við Warner Bros. Television.

Þann 10. desember 2010 tilkynnti sjónvarpsstöðin TNT að sjöunda þáttaröðin af The Closer yrði seinasta þáttaröðin og hafði ákvörðunin verið tekin af Kyra Sedgwick sjálfri.[1][2]

Í janúar 2011 var tilkynnt að sex þáttum hefðu verið bætt við lokaþáttaröðina til að byggja upp söguþráðinn fyrir nýju systurseríuna.[3] Þann 18. maí 2011 tilkynnti TNT að systraserían myndi kallast Major Crimes og að leikkonan Mary McDonnell sem leikur Kaptein Sharon Raydor myndi fara með aðalhlutverkið.[4]

Tökustaður

breyta

Þátturinn er aðallega tekinn upp í Santa Clarita í Kaliforníu og Warner Brothers Burbank Studíóinu í Burbank Kaliforníu.[5]

Söguþráður

breyta

Þátturinn fylgir eftir lögreglufulltrúanum Brenda Leigh Johnson sem flytur til Los Angeles, í þeim tilgangi að leiða forgangs morðsrannsóknar deild. Gegnum þáttaraðirnar verða breytingar á bæði einkalífi hennar og innan raða lögreglunnar, meðal annars breytingar á starfssemi deildararinnar sem breytist í forgangs manndráps deild og á endanum í stórglæpa deild.

Aðalleikarar og persónur

breyta
Leikari Persóna Tign Deild Þáttaraðir
Kyra Sedgwick Brenda Leigh Johnson Lögreglufulltrúi Stórglæpa deild 1–7
J. K. Simmons Will Pope Aðstoðarlögreglustjóri (1-6)
Settur Lögreglustjóri L.A. (7)
Los Angeles lögreglan 1–7
Corey Reynolds David Gabriel Aðstoðarvarðþjálfi Stórglæpa deild 1–7
Robert Gossett Russell Taylor Foringi Rán-Morð deildin 1–7
G. W. Bailey Louie Provenza Rannsóknarliðsforingi Stórglæpa deild 1–7
Anthony Denison Andy Flynn Rannsóknarliðsforingi Stórglæpa deild 1–7
Michael Paul Chan Michael Tao Rannsóknarliðsforingi Stórglæpa deild 1–7
Raymond Cruz Julio Sanchez Rannsóknarfulltrúi Stórglæpa deild 1–7
Phillip P. Keene Buzz Watson Eftirlits myndavélamaður Stórglæpa deild 1–7
Jon Tenney Fritz Howard Alríkisfulltrúi Alríkislögreglan 1–7
Gina Ravera Irene Daniels Rannsóknarfulltrúi Forgangs manndráps deild 1–4
Mary McDonnell Sharon Raydor Kapteinn Neyðar/Vald rannsóknar deild 5-7

Þættir

breyta

Hver þáttur fjallar um samfélagið í Los Angeles og tengingu þess við lögregluna. Þátturinn snýst um flókin mál eins og pólitík, persónuleg réttmæti og djúpstæðar spurningar um hið góða og hið illa. Ásamt því má sjá samskiptin á milli lögreglufulltrúanna sjálfra innan deildarinnar.

Fyrsta þáttaröð

breyta

Þema fyrstu þáttaraðarinnar er einsömul kona í karlaheimi og í nýrri borg. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig Brendu tekst á við þessar nýju breytingar í lífi sínu.

Önnur þáttaröð

breyta

Þema þáttaraðarinnar er félagsskapur, sést það vel bæði innan lögreglunnar og í einkalífi Brendu. Ólíklegur félagsskapur myndast á milli Brendu og Taylor. Samband Brendu og Fritz verður alvarlegra þegar þau ákveða að flytja inn saman.

Þriðja þáttaröð

breyta

Þemað þriðju þáttaraðar er fjölskylda. PHD deildin er nú heildstæð og sögur þeirra fjalla um hvernig hún vinnur sem fjölskylda og þarf að ráða við fjármagnsleysið. Í lífi Brendu kynnast áhorfendur föður hennar í fyrsta sinn. Brenda horfist í augu við persónuleg heilsuvandamál á meðan samband hennar við Fritz tekur stórt skref fram á við.

Fjórða þáttaröð

breyta

Þema fjórðu þáttaraðarinnar er kraftur. Brenda og forgangs manndráps deild eigast við kraft fjölmiðla í þessari þáttaröð þegar fréttaritari Los Angeles Times fylgir þeim eftir en með sitt eigið efni í huga. Kraftur réttarkerfisins og þeirra sem nota það og misnota það er skoðað gegnum þáttaröðina, ásamt þeim krafti sem byssuofbeldi hefur áhrif á líf fólks. Í einkalífinu þarf Brenda að kljást við þann kraft sem þarf til þess að skipuleggja brúðkaup sitt.

Gagnstætt fyrri þáttaröðum sýndi fjórða þáttaröðin 10 sumarþætti, sem luku 15. september 2008, og komu svo aftur í janúar 2009 með fimm auka þætti.

Fimmta þáttaröð

breyta

Þema fimmtu þáttaraðarinnar eru breytingar. Söguefni sem þróast vegna þráhyggju Brendu á lögfræðingnum sem komst undan í þættinum Power of Attorney úr fyrri þáttaröð.

Sjötta þáttaröð

breyta

Þema sjöttu þáttaraðarinnar er aðdráttarafl. Deildin hefur flutt í nýtt húsnæði sem hentar engan veginn morðrannsóknum né viðtölum. Brenda tekur mikilvæga ákvörðun sem hefur bæði áhrif á vinnuumhverfið og hjónabandið.

Sjöunda þáttaröð

breyta

Þema sjöunda þáttaraðarinnar er ást og missir. Brenda þarf að takast á við málaferli gagnvart henni í tengslum við dauða Turrell Baylor í lok þáttarins War Zone í seríu 6.

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi - Kyra Sedgwick.
  • 2011: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn .
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi – Kyra Sedgwick.
  • 2010: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi – Kyra Sedgwick.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi – Kyra Sedgwick.
  • 2008: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í sjónvarpi – Kyra Sedgwick.
  • 2007: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn.
  • 2006: Tilnefndur sem besti sjónvarpsþátturinn.

BMI Film & TV-verðlaunin

  • 2008: Verðlaun fyrir bestu tónlistina – James S. Levine.

Casting Society of America-verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikaravalssjóri fyrir Pilot 1.1 – Bruce H. Newberg.

Edgar Allan Poe-verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandritið fyrir Strike Three – Steven Kane.
  • 2007: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandritið fyrir Blue Blood – James Duff og Mike Berchem.

Emmy-verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahlutverki í dramaseríu – Mary McDonnell.
  • 2010: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í gestahlutverki í dramaseríu – Beau Bridges.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2007: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.

Gracie Allen-verðlaunin

  • 2006: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.

Image-verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki – Corey Reynolds.

Imagen Foundation-verðlaunin

  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki – Raymond Cruz.
  • 2009: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki – Raymond Cruz.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki – Raymond Cruz.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki – Gina Ravera.
  • 2006: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki – Raymond Cruz.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki – Gina Ravera.

NAMIC Vision-verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Robert Gossett.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Raymond Cruz.
  • 2007: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – Corey Reynolds.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Gina Ravera.

People's Choice-verðlaunin

  • 2009: Verðalun sem uppáhalds sjónvarps dramadívan – Kyra Sedgwick.

Prism-verðlaunin

  • 2011: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – Anthony Denison.
  • 2011: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Old Money.
  • 2008: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir Till Death Do Us Part 1 og 2.

Satellite-verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2006: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu - Kyra Sedgwick.
  • 2005: Verðlaun sem besta leikkona í dramaseríu - Kyra Sedgwick.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2011: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2010: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikstjórn – Deborah L. Mazor, R.A. Rondell og Spike Silver.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2009: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2009: Tilnefndur fyrir bestu áhættuleikstjórn – Noon Orsatti og Spike Silver.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.
  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu.

Television Critics Association-verðlaunin

  • 2006: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu – Kyra Sedgwick.

Writers Guild of America-verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir The Round File – Michael Alaimo.

DVD útgáfa

breyta

Warner Home Video hefur gefið allar sjö þáttaraðirnar af The Closer á DVD á svæði 1.

Þáttaröð Þættir Frumsýning DVD útgáfa
Sería 1 13 13. júní 2005 23. maí 2006
Sería 2 15 12. júní 2006 29. maí 2007
Sería 3 15 18. júní 2007 1. júlí 2008
Sería 4 15 14. júlí 2008 26. maí 2009
Sería 5 15 8. júní 2009 29.júní 2010
Sería 6 15 12. júlí 2010 21. júní 2011
Sería 7 21 11. júlí 2011 21. ágúst 2012

Tilvísanir

breyta
  1. Fernandez, Mary Elena (10. desember 2010). „Kyra Sedgwick closes 'The Closer'. The Los Angeles Times. Sótt 10. desember 2010.
  2. „Kyra Sedgwick calls time on The Closer“. The Spy Report. Media Spy. 11. desember 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júlí 2011. Sótt 12. desember 2010.
  3. Rice, Lynnette; Hibbard, James. „TNT extends 'The Closer' final season to ready potential spin-off -- EXCLUSIVE“. Inside TV. Entertainment Weekly. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. nóvember 2013. Sótt 30. janúar 2011.
  4. Fienberg, Daniel (18. maí 2011). „TNT orders 'Closer' spinoff 'Major Crimes' starring Mary McDonnell“. HitFix. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. apríl 2012. Sótt 18. maí 2011.
  5. Tökustaðir The Closer á IMDB síðunni

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta