Listi yfir The Closer (3. þáttaröð)

Þriðja þáttaröðin af The Closer var frumsýnd 18. júní 2007 og sýndir voru 15 þættir.

Aðalleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Homewrecker James Duff og Mike Berchem Michael M. Robin 18.06.2007 1 - 29
Deildin rannsakar hryllilegt morð á fjölskyldu, sá eini sem lifði af var unglings sonurinn. Á meðan þarf Brenda að berjast við peningaleysið hjá LAPD.
Grave Doubt John Coveny og Hunt Baldwin Arwin Brown 25.06.2007 2 - 30
Lík af fórnarlambi morðs finnst ásamt viðskiptakorti Provenza, sem setur deildina í leit að því hver hinn látni er og hver er morðinginn.
Saving Face Adam Belanoff Michael Pressman 02.07.2007 3 - 31
Við jarðarför lögreglumanns sem var sestur í helgan stein, uppgvöta Provenza og Flynn óvæntan hlut með líkinu í kistunni. Á meðan þarf Brenda að eiga við brjálaða brúður en brúðkaup hennar var eyðilagt vegna rannsóknarinnar.
Ruby Steven Kane (sjónvarpshandrit)
Mike Berchem (saga)
Michael M. Robin 09.07.2007 4 - 32
Kynferðisafbrotamaður nýleystur úr fangelsi er sakaður um að hafa rænt ungri stúlku. Gabriel ber viðurkenninguna úr honum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Brenda verður að eiga við aðgerðir Gabriels með því að fá lögmæta viðurkenningu frá hinum grunaða, sem leiðir hana í því að biðja um hjálp frá Taylor.
The Round File Michael Alaimo Greer Shepard 16.07.2007 5 - 33
Þegar eldri maður kemur á lögreglustöðina og segist hafa eitrað og drepið sex eldri borgara er Brenda óviss með játningu hans.
Dumb Luck Duppy Demetrius Elodie Keene 23.07.2007 6 - 34
Einkaþjálfari er myrtur á stefnumóti með giftri konu, eina vitnið að glæpnum er bílþjónn með áráttu-þráhyggjuröskun. Brenda og Provenza verða að leysa málið sjálf þar sem restin af deildinni er í þjálfun vegna hugsanlegs kjarnorkuslyss.
Four to Eight Ken Martin Arvin Brown 30.07.2007 7 - 35
Þegar tveir meðlimir Catorce götuklíkunnar eru skotnir til bana verða Brenda og deildin að leysa morðin áður en klíkustríð byrjar. Á meðan á Brenda við persónuleg heilsuvandamál að stríða sem endar með því að hún hittir loksins lækni.
Manhunt James Duff og Mike Berchem Rick Wallace 06.08.2007 8 -36
Raðmorðingi kemur aftur upp á yfirborðið þegar tvö lík finnast á ströndinni í Los Angeles. Með þær upplýsingar að hann drepur vanalega þrisvar sinnum verða Brenda og deildin að leita uppi morðingjans áður en hann tekur þriðja fórnarlambið.
Blindsided John Coveny og Hunt Baldwin Kevin Bacon 13.08.2007 9 - 37
Til þess að fá góða umfjöllun tekur Brenda fréttamann með í eftirlit. En þegar bíll þeirra er skotinn niður neyðist Brenda til þess að lifa undir eftirliti 24 tíma sólarhringsins, á meðan hún er aðalvitnið í máli sem hún verður að leysa.
Culture Shock Adam Belanoff Elodie Keene 20.08.2007 10 - 38
Þegar kínversk viðskiptakona finnst látin í túristarútu sem hún og maður hennar reka verða Brenda og deildin að grafa djúpt inn í fyrra líf hennar. Foreldrar Brendu segja öllum í deildinni að Brenda og Fritz eru trúlofuð.
Lover´s Leap Steven Kane Jesse Bochco 27.08.2007 11 - 39
Bíll sem er í eigu Heimavarnar stofnunarinnar með starfsmanni í, finnst á botni Mulholland Drive. Brenda og liðið eru sett í málið til þess að komast að því hvernig ökumaðurinn lést en rannsóknin leiðir Brendu að einstaklingum nálægt henni, sem hún bjóst ekki við.
Til Death Do Us Part One Michael Alaimo (sjónvarpshandrit)
James Duff (saga)
Roger Young 03.09.2007 12 - 40
Rannsókn á dauða frægs Hollywood skilnaðarlögfræðings sem finnst fljótandi í sundlaug sinni verður fyrir mikilli grandskoðun. Á meðan eru Fritz og Brenda að reyna að sameina fjármál sín, sem verður til þess að Brenda uppgötvar leyndarmál sem Fritz hefur ekki sagt frá.
Til Death Do Us Part Two Duppy Demetrius (sjónvarpshandrit)
James Duff (saga)
Michael M. Robin 10.09.2007 13 - 41
Undir miklum þrýstingi, hefur Brenda aðeins 48 tíma til þess að brjóta fjarvistarsönnun nýs vitnis og koma máli sínu aftur á skrið. Á meðan er samband hennar við Fritz í hættu þegar hún lætur hann vita að hún viti um leyndarmál hans
Next of Kin (Part One) Hunt Baldwin og John Coveny (sjónvarpshandrit)
Mike Berchem (saga)
Scott Ellis 03.12.2007 14 - 42
Um jólin eiga Brenda og Fritz erfitt með að finna kaupanda að húsinu. Þegar ofbeldisfullt bankarán leiðir hinn grunaða alla leið til foreldra Brendu. Þá finna Brenda og Fritz sjálfan sig sem gesti hjá foreldrum hennar, þar sem Brenda á erfitt með að skiptast á milli vinnunnar og fjölskyldu.
Next of Kin (Part Two) Adam Belanoff og James Duff (sjónvarpshandrit)
Mike Berchem
James Duff 03.12.2007 15 - 43
Brenda, Fritz, foreldrar hennar, Flynn og Provenza, ásamt hinum grunaða leggjast í ferðalag til Los Angeles, í húsbíl foreldra hennar. En aðferðir Brendu til þess að fá samstarf frá vitninu leiðir til óvæntra atburða sem hneyksla foreldra hennar.

Heimildir

breyta