Listi yfir The Closer (2. þáttaröð)

Önnur þáttaröðin af The Closer var frumsýnd 12. júní 2006 og sýndir voru 15 þættir

AðalleikararBreyta


ÞættirBreyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Blue Blood James Duff og Mike Berchem Michael M. Robin 12.06.2006 1 - 14
Brenda rannsakar morð á lögreglumanni hjá lögreglunni sem var á frívakt og Fritz þrýstir á hana um það hvort hann eigi að flytja inn til hennar.
Mom Duty Wendy West Gloria Muzio 19.06.2006 2 - 15
Þegar kviðdómari deyr við réttarhöld á mafíuforingja þarf Brenda að komast að því hvort látið tengist réttarhöldunum eða ekki. Á meðan fær hún óvænta heimsókn frá móður sinni og seinkar það innflutningi Fritz.
Slippin Hunt Baldwin og John Coveny Elodie Keene 26.06.2006 3 - 16
Meiðsli á einum og morð á öðrum nemanda í Kaliforníuháskóla gerir að verkum að Brenda á í nógu að snúast með að skemmta móður sinni og rannsaka málið.
Aftertaste Steven Kane Arwin Brown 03.07.2006 4 - 17
Rannsókn á morði eiganda veitingarstaðar er flókin vegna skrítinnar hegðunar Brendu.
To Protect and to Serve Adam Belanoff Elodie Keene 10.07.2006 5 - 18
Flynn og Provenza taka íþróttamiða fram yfir skyldu sína. Afleiðingar þeirrar ákvörðunar gætu orðið deildinni dýrkeyptar.
Out of Focus Hunt Baldwin og John Coveny Michael M. Robin 17.07.2006 6 - 19
Brenda rannsakar hugsanlegt sjálfsmorð ljósmyndara og Fritz fær skrítið símtal.
Head Over Heels Wendy West Matt Earl Beesley 24.07.2006 7 - 20
Brenda rannsakar morð á klámstjörnu sem var skorin í hluta. Það veldur tilfinningum sem óvíst er hvort tengist málinu. Enn er óvíst um þungun.
Critical Missing James Duff og Mike Berchem Rick Wallace 31.07.2006 8 -21
Uppgötvun á líkum japanskrar konu og dóttur hennar, sem við fyrstu sýn virðast vera morð og sjálfsmorð, leiðir liðið í áttina að hugsanlegum raðmorðingja.
Heroic Measures Adam Belankoff Nelson McCormick 07.08.2006 9 - 22
Átta ára drengur deyr. Rannsóknarfulltrúarnir telja að móðir drengsins sé ábyrg fyrir dauða sonar síns en hún reynir að skella skuldinni á aðra.
The Other Woman Steven Kane Lesli Linka Glatter 14.08.2006 10 - 23
Dauði eiturlyfjaneytanda fær Brendu til að leita til Eiturlyfjadeildarinnar og vitnisburður getur ljóstrað upp djúpu leyndarmáli.
Borderline Hunt Baldwin & John Coveny Rick Wallace 21.08.2006 11 - 24
Brenda rannsakar þrefalt morð með engu líki en smávægilegur árekstur truflar rannsóknina. Morðin gætu tengst ólöglegum innflytjendum.
No Good Deed James Duff og Wendy West Charles Haid 28.08.2006 12 - 25
Skotárás á vitni, sem gæti frelsað morðingja, endar með rannsókn hjá kaþólskum skóla og nemendum hans.
Overkill James Duff og Adam Belanoff Michael M. Robin 04.09.2006 13 - 26
Dauði heimildarmanns alríkislögreglunnar setur Fritz í það hlutverk að vera friðarstillir á milli alríkisfulltrúans sem er yfir rannsókninni og Brendu.
Serving the King, Part 1 Hunt Baldwin og John Coveny Arwin Brown 04.12.2006 14 - 27
Gamall vinur Brendu, sem er í leyfi frá vinnu vegna skotárásarinnar í morðherberginu, hringir í hana til þess að leita hjálpar hennar við rannsókn á morði táningspilts sem tengdist hryðjuverkahópi. Þarf hún að vinna málið á laun? Getur Brenda fundið morðingjann áður en lið hennar er rifið niður af Taylor kapteini?
Serving the King, Part 2 James Duff og Mike Berchem Kevin Bacon 04.12.2006 15 - 28
Eftir að hafa tekið aftur við stjórn verður Brenda að efna loforð sitt um að finna meðlimi Army of Allah, sem CIA leitar og vill yfirheyra varðandi sendingu á týndu plútóni.

HeimildirBreyta