Hvítá (Borgarfirði)

(Endurbeint frá Hvítá í Borgarfirði)

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu.

Hvítá í Borgarfirði
Hraunfossar, þar sem blátærar lindir renna undan Hallmundarhrauni
Map
Einkenni
UppsprettaLangjökull og nágrenni
Hnit64°34′N 21°46′V / 64.57°N 21.77°V / 64.57; -21.77
Árós 
 • staðsetning
Nálægt Hvanneyri
Lengd117 km
Vatnasvið1.685 ferkílómetri
Rennsli 
 • miðlungs170 m3/sek
breyta upplýsingum

Í upphafi Þjóðveldisaldar skildi Hvítá að Sunnlendingafjórðung og Vestfirðingafjórðung, en á 13. öld voru fjórðungamörkin flutt að Botnsá í Hvalfirði.

Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul og Langjökul í mörgum ám. Á svæði við vesturenda Kalmanstungulands og fáeina kílómetra þar frá, koma saman Kaldá, Kiðá, Geitá og Hvítá, sem renna sunnan við Tunguna úr Geitlandi og af Kaldadal og Norðlingafljót, sem rennur norðan við Tunguna af Arnarvatnsheiði og úr Fljótsdrögum í norðvestanverðum Langjökli við Stórasand. Neðan við þessi ármót heitir áin Hvítá. Á leiðinni til sjávar renna meðal annars í hana úr norðri Þverá og Norðurá og úr suðri Reykjadalsá, Flókadalsá og Grímsá. Barnafoss er í Hvítá á milli Gilsbakka og Hraunsáss skammt frá Húsafelli og nokkrum tugum metra neðan hans renna Hraunfossar í ána úr Hallmundarhrauni í landi Gilsbakka. Hvítá rennur út í hafið í Borgarfjörð skammt norðaustan við Hvanneyri.

Á Hvítá eru nokkrar brýr, bogalaga akbrú milli Hvítárvalla og Ferjukots, akbrýr við Kljáfoss og milli Stóra-Ás og Bjarnastaða, göngbrú við Barnafoss og akbrú milli Húsafells og Kalmanstungu.

Hvítá er 10. lengsta á Íslands. Í ánni er nokkur veiði og ekki síður í sumum þverám hennar. T.d. Norðurá, Grímsá, Þverá og Kjarará (gjarnan kölluð Kjarrá), sem rennur í Þverá.

Tenglar

breyta