Embætti landlæknis

(Endurbeint frá Lýðheilsustöð)

Embætti landlæknis (eða landlæknisembættið) er íslensk ríkisstofnun sem hefur það markmið að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu, stuðla að heilsueflingu, og forvörnum.[1] Sá sem stýrir embættinu kallast landlæknir.

Fyrsti landlæknir á Íslandi var Bjarni Pálsson en hann var skipaður í embættti 18. mars 1760. Aðsetur landlæknis var í Nesstofu við Seltjörn á Seltjarnarnesi frá 1763 til 1834. Landlæknisembættið er nú til húsa á Austurströnd 5. Í fyrsta erindisbréfi landlæknis var honum falið að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp, kenna lækningar og uppfræða ljósmæður auk þess að vera lyfsali og sjá um sóttvarnir.

Á tímabilinu 1760–1799 voru stofnuð fimm læknisembætti á Íslandi auk embættis landslæknis og árið 1828 bættist læknisembætti í Vestmannaeyjum við.

Árið 2011 var starfsemi Lýðheilsustöðvar felld undir embætti landlæknis.

Landlæknar á ÍslandiBreyta

TilvísanirBreyta

  1. „Um embættið“. Sótt 15. mars 2010.

HeimildirBreyta