Birgir Jakobsson

íslenskur körfuboltamaður og landslæknir

Birgir Jakobsson (fæddur 21. mars 1948) er íslenskur læknir og fyrrverandi körfuboltaleikmaður. Hann var í 20 ár læknir og síðar forstöðumaður Karolinska háskólasjúkrahúsins. Frá 2015 til 2018 gengdi hann stöðu Landlæknis Íslands.[1][2]

Birgir spilaði körfubolta í fleiri ár, lengst af með ÍR þar sem hann vann sjö Íslandsmeistaratitla. Hann var valinn besti leikmaður efstu deildar árið 1972 og lék með íslenska landsliðinu frá 1966 til 1976.

Birgir fæddist í Reykjavík[3] en foreldrar hans voru Jakob Tryggvason og Ragnheiður Jónsdóttir.[4]

Körfuknattleikur

breyta

Félagsferill

breyta

Birgir byrjaði að leika körfubolta 10 ára að aldri. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með ÍR árið 1964.[5] Í desember það sama ár var hann hluti af fyrsta íslenska liðinu til að taka þátt í Evrópukeppni þegar hann skoraði 16 stig í 71-17 sigri gegn Collegians í FIBA European Champions Cup (nú Euroleague).[6] Í öðrum leik liðanna seinna í mánuðinum skoraði hann 26 stig í 63-47 sigri ÍR.[7] Árið 1972 var hann valinn besti leikmaður efstu deilarinnar á Ísland.[8][9]

Árið 1972 lék hann fyrir ÍR gegn Real Madrid í FIBA European Champions Cup.[10]

Landsliðsferill

breyta

Frá 1966 til 1976 lék Birgir 24 leiki fyrir Íslenska landsliðið.[11]

Verðlaun, titlar og afrek

breyta

Einstaklingar verðlaun

breyta
  • Leikmaður ársins í efstu deild: 1972

Titlar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Snýr heim til Íslands eftir 36 ára fjarveru“. Fréttablaðið. 26. nóvember 2014. bls. 2. Sótt 23. mars 2020.
  2. Kristjana Guðbrandsdóttir (15. maí 2015). „Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín“. Vísir.is. Sótt 23. mars 2020.
  3. „Birgir Jakobsson“. Dagblaðið Vísir. 21. mars 1998. bls. 62. Sótt 23. mars 2020.
  4. Steingerður Ólafsdóttir (23. apríl 2007). „Aðalatriðið að bæta þjónustu við sjúklinga“. Morgunblaðið. Sótt 26. mars 2020.
  5. „Ungir en vaskir ÍR-ingar í Evrópukeppni“. Morgunblaðið. 4. desember 1964. Sótt 23. mars 2020.
  6. „Ævintýramennska að senda írska liðið í EM-keppni“. Morgunblaðið. 8. desember 1964. bls. 26. Sótt 23. mars 2020.
  7. „ÍR vann Írana með 64 gegn 47“. Morgunblaðið. 20. desember 1964. bls. 27. Sótt 23. mars 2020.
  8. „Birgir Jakobsson kosinn sá bezti!“. Vísir. 8. maí 1972. bls. 9. Sótt 23. mars 2020.
  9. „Birgir kjörinn bezti leikmaðurinn“. Morgunblaðið. 9. maí 1972. bls. 8. Sótt 23. mars 2020.
  10. „Gamla myndin: Landlæknir í körfubolta“. Viðskiptablaðið. 30. nóvember 2014. Sótt 23. mars 2020.
  11. „KKÍ | A landslið“. kki.is. Sótt 23. mars 2020.