Vilmundur Jónsson
Vilmundur Jónsson (1889 – 1972) var landlæknir Íslands á árunum 1931 – 1959. Vilmundur lauk læknisnámi árið 1916 og starfaði á sjúkrahúsum í Svíþjóð og Danmörku í nokkur ár eftir það. Hann var héraðslæknir á Ísafirði 1919 – 1931. Vilmundur sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn í tvígang, 1931 – 1934 og 1937 – 1941. Hann fékkst við nýyrðasmíð og ritstörf og eftir hann liggja ýmis skrif, einkum um heilbrigðismál, en einnig æviminningar. Úrval úr verkum Vilmundar, Með hug og orði, kom út árið 1985. Vilmundur var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands árið 1959.