Sigurður Guðmundsson (landlæknir)
Sigurður Guðmundsson (f. 25. september 1948)[1] er íslenskur smitsjúkdómalæknir sem var landlæknir árin 1998-2006 og aftur 2007-2008.
Ævi og menntun
breytaSiguður útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og sem læknir frá Háskóla Íslands 1975.[1] Hann var í stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1969-1971.[1] Hann lærði við Wisconsin-háskólann í Madison og lauk sérfræðiprófi í smitsjúkdómalækningum þaðan 1984. Árið 1993 útskrifaðist hann með doktorsgráðu frá Háskóla Íslands.[1]
Kona hans er Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunafræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.[2] Saman eiga þau þrjú börn.[1]
Starf
breytaSigurður var prófessor í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands 1989-1998[3] og yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans 1994-1998.[1]
Hann gengdi stöðu aðstoðarlandlæknis fyrri hluta árs 1997 og var svo settur landlæknir í desember 1998.[1]
Frá 1997-1998 var hann formaður Vísindasiðanefndar.[1]
Árið 2006 tók Sigurður sér ársleyfi til að starfa í Afríkuríkinu Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.[2]
Sigurður hefur beitt sér fyrir auknum vörnum gegn sýklalyfjaónæmi[3] og fyrir forvörnum gegn geðrænum sjúkdómum.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Læknar á Íslandi. Útgáfufyrirtækið Þjóðsaga, 2000. Gunnlaugur Haraldsson ritstýrði.
- ↑ 2,0 2,1 „Sigurður Guðmundsson landlæknir kominn aftur til starfa“. Embætti landlæknis. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júlí 2019. Sótt 30. júlí 2019.
- ↑ 3,0 3,1 „Alltaf að læra eitthvað nýtt - segir Sigurður Guðmundsson sem stendur á tímamótum | 09. tbl. 104. árg. 2018“. Læknablaðið. Sótt 30. júlí 2019.
- ↑ „Sigurður Guðmundsson landlæknir lætur af störfum“. Embætti landlæknis. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júlí 2019. Sótt 30. júlí 2019.