Oddur Hjaltalín (12. júlí 1782 – 25. maí 1840) var landlæknir, fræðimaður og skáld. Oddur kemur fyrir sem persóna í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Oddur var sonur Jóns Hjaltalíns, prests og skálds á Kálfafelli. Hann þjónaði síðast á Breiðabólstað á Skógarströnd, sonar Odds Hjaltalín, lögréttumanns á Rauðará við Reykjavík, sonar Jóns Hjaltalíns sýslumanns og ættföður Hjaltalínsættarinnar, síðasta ábúandans á landnámsbýlinu Vík (þ.e. Reykjavík). Móðir Odds landlæknis var Guðrún Jónsdóttir frá Bjarnanesi í Austur Skaftafellssýslu. Hún var fyrri eiginkona Jóns. Hálfbróðir Odds, samfeðra, var Jón Hjaltalín, landlæknir og forstöðumaður Læknaskólans

Oddur lauk stúdentsprófi við Hólavallaskóla í Reykjavík 1802, lærði læknisfræði hjá Jóni Sveinssyni landlækni í eitt ár. Síðan stundaði Oddur nám við Hið konunglega kírúrgíska akademí í Kaupmannahöfn og lauk þaðan reynsluprófi 1807. Hann var skipaður læknir í suðurhéraði Vesturamtsins 1807 en komst ekki til Íslands vegna Napóleonsstyrjaldanna. Þess í stað var hann herlæknir á Jótlandi og aðstoðarlæknir á Norður-Jótlandi og við nokkur hersjúkrahús. Hann var settur landlæknir 1816-1820 og 1829-31 en lengst af var hann læknir í Vesturamti, búsettur í Bjarnarhöfn. Páll Eggert gefur Oddi Hjaltalín þau eftirmæli, að hann hafi verið vel gefinn maður, stórbrotinn og drykkfelldur, hagmæltur nokkuð. Um hann orti Bjarni Thorarensen fræg eftirmæli.

Rit breyta

Tilvísanir breyta


Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.