Jennifer Lopez

Bandarísk söngkona og leikkona
(Endurbeint frá Jennifer López)

Jennifer Lynn Lopez (f. 24. júlí 1969) er bandarísk leik- og söngkona, plötuframleiðandi, dansari, fatahönnuður og sjónvarpsþáttaframleiðandi. Síðan 1999 hefur Lopez gefið út níu plötur, m.a. tvær plötur sem hafa verið á toppi Billboard 200 listans og fjórar smáskífur í 1. sæti á Billboard Hot 100 listanum. Hún vann Bandarísku tónlistarverðlaunin árið 2003 fyrir Uppáhalds Popp/Rokk söngkonuna og Bandarísku tónlistarverðlaunin árið 2007 sem uppáhalds söngkonan af Suður-Amerískum ættum. Hún hefur einnig leikið í mörgum kvikmyndum og unnið ýmis verðlaun.

Jennifer Lopez
Lopez árið 2021
Fædd
Jennifer Lynn Lopez

24. júlí 1969 (1969-07-24) (55 ára)
Önnur nöfnJ.Lo
Störf
  • Leikari
  • söngvari
  • dansari
  • fyrirsæta
  • athafnakona
Ár virk1986–í dag
MakiBen Affleck (g. 2022)
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðajenniferlopez.com
Undirskrift

Fjölmiðlar hafa mikið fylgst með einkalífi hennar. Hún hefur átt í frægum samböndum við Ojani Noa, Cris Judd, Sean Combs, Ben Affleck og Marc Anthony. Fyrstu börn hennar, tvíburarnir Max og Emme, fæddust þann 22. febrúar 2008.

Jennifer Lopez er fædd og uppalin í Suður-Bronx, New York, og eru foreldrar hennar frá Púertó Ríkó og heita Gudalupe Rodríguez sem er leikskólakennari og David Lopez sem er tölvusérfræðingur. Hún á tvær systur, Lyndu og Leslie. Jennifer eyddi allri skólagöngu sinni í kaþólskum skólum, og útskrifaðist úr stúlknaskólanum Preston High í Bronx. Hún borgaði sjálf söng- og danskennslu fyrir sig þegar hún var 19 ára. Eftir að hafa gengið í Baruch háskólann í hálft ár skipti hún tíma sínum á milli þess að vinna á lögfræðistofu, danstíma og þess að dansa á Manthattan á næturklúbbum. Hún fékk lítið hlutverk í kvikmyndinni My Little Girl árið 1987. Eftir marga mánuði af áheyrnarprufum fyrir danshlutverk, var hún valin sem dansari fyrir nokkur rapp-tónlistarmyndbönd í þætti af Yo! sem var sýndur á MTV árið 1990, hún var einnig bakdansari fyrir Kids on the Block. Eftir að hafa verið hafnað tvisvar, fékk hún fyrsta alvöru hlutverkið sitt sem Fly Girldansari í grínþættinum In Living Color árið 1990. Stuttu eftir það var hún dansari hjá Janet Jackson og kom fram í myndbandinu við That's the Way Love Goes árið 1993.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk hennar sem leikkona var í FOX þáttaröðinni South Central og kom til vegna þess að framleiðandi þáttanna var giftur einni leikkonunni í Fly Girl og hann tók eftir Jennifer þegar FOX sýndi sérstakan þátt um þær. Lopez lék einnig í Second Chances og Hotel Malibu. Hún lék síðan í sjónvarpsmyndinni Nurses on the Line: The Crash of Flight 7. Árið 1996 sigraði hún Ashley Judd og Lauren Holly í slagnum um aukahlutverk í kvikmynd Francis Ford Coppola, Jack með Robin Williams í aðalhlutverki. Hún lék síðan á móti Jack Nicholson í hrollvekjunni Blood and Wine.

Fyrsta stóra hlutverkið kom árið 1997, þegar hún var valin í titilhlutverk kvikmyndarinnar Selena sem fjallar samnefnda poppsöngkonuna. Þrátt fyrir að hafa áður unnið með Nava í Mi Familia, var Lopez látin fara í áheyrnarprufur áður en hún fékk hlutverkið. Hún fékk mikla athygli og lof fyrir frammistöðu sína og hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta leikkonu í tónlistar- eða gamanmynd. Seinna þetta sama ár lék hún í tveimur stórum kvikmyndum. Hún lék í Anaconda með Ice Cube og John Voight og lék hlutverk Terri Flores, leikstjóra sem er að taka upp heimildarmynd á leið sinni í gegnum Amazon-skóginn. Þrátt fyrir að fá gríðarlega mikla athygli og hala miklu inn, fékk hún ekki góða dóma. Síðan lék hún aðalhlutverk í kvikmyndinni U-Turn sem er byggð á bókinni Stray Dogs og lék þá á móti Sean Penn og Billy Bob Thornton.

Útgefið efni

breyta

Hljómplötur

breyta
  • On the 6 (1999)
  • J.Lo (2001)
  • This Is Me... Then (2002)
  • Rebirth (2005)
  • Como Ama una Mujer (2007)
  • Brave (2007)
  • Love? (2011)
  • A.K.A. (2014)
  • This Is Me... Now (2024)

Kvikmyndir

breyta
  • 1986 : My Little Girl
  • 1990 : Lambada
  • 1990 : In Living Color
  • 1993 : Nurses on the Line: The Crash of Flight 7
  • 1993 : Second Chances
  • 1994 : South Central
  • 1994 : Hotel Malibu
  • 1995 : My Family
  • 1995 : Money Train
  • 1996 : Jack
  • 1996 : Blood and Wine
  • 1997 : Selena
  • 1997 : Anaconda
  • 1997 : U Turn
  • 1998 : Out of Sight
  • 1998 : Antz
  • 2000 : The Cell
  • 2001 : The Wedding Planner
  • 2001 : Angel Eyes
  • 2002 : Enough
  • 2002 : Maid in Manhattan
  • 2003 : Gigli
  • 2003 : Selena: Greatest Hits
  • 2004 : Jersey Girl
  • 2004 : Shall We Dance
  • 2005 : Monster-in-Law
  • 2005 : An Unfinished Life
  • 2006 : Bordertown
  • 2008 : The Back-up Plan
  • 2012 : What to Expext When You're Expecting
  • 2012 : Ice Age:Continental Drift
  • 2013 : Parker

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.