Lauren Holly (fædd Lauren Michael Holly, 28. október 1963) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í NCIS, Dumb & Dumber og Chicago Hope.

Lauren Holly
Lauren Holly
Lauren Holly
Upplýsingar
FæddLauren Michael Holly
28. október 1963 (1963-10-28) (61 árs)
Ár virk1984 -
Helstu hlutverk
Jenny Shepard í NCIS
Mary Swanson í Dumb & Dumber
Maxine Stewart í Picket Fences
Dr. Jeremy Hanlon í Chicago Hope

Einkalíf

breyta

Holly fæddist í Bristol í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og ólst upp í Geneva í New York fylki. Hún útskrifaðist frá Sarah Lawrence-háskólanum í New York árið 1985 með gráðu í enskum bókmenntum. Holly hefur verið gift þrisvar sinnum: leikaranum Danny Quinn 1991–1993 syni Anthonys Quinn, leikaranum Jim Carrey 1996–1997 og hefur frá mars 2001 verið gift Francis Greco og saman eiga þau þrjú ættleidd börn.

Ferill

breyta

Fyrsta hlutverk Holly var í sjónvarpsþættinum Hill Stree Blues frá 1984. Holly lék í All My Children á árunum 1986-1989 sem Julie Chandler. Henni var boðið hlutverk í kvikmyndinni Dumb & Dumber frá 1994, sem ástarefni Lloyd Christmas. Holly lék aðalhlutverkið í sjónvarpsþættinum Picket Fence á árunum 1992 – 1996 sem fógetinn Maxine Stewart og lék síðan lækninn Jeremy Hanlon í Chicago Hope árin 1999 – 2000. Holly lék í tónlistarmyndbandinum Goodbye Earl árið 2000 með Dixie Chicks. Henni var boðið hlutverk yfirmanns NCIS Jenny Shepard í sjónvarpsþættinum NCIS sem hún lék frá 2005 – 2008. Holly hefur komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Providence, CSI: Miami, Covert Affairs og Flashpoint og hefur einnig komið fram í kvikmyndum á borð við: Any Given Sunday, What Women Want, Raising Flagg og Final Storm.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1985 Seven Minutes in Heaven Lisa
1986 Band of the Hand Nikki
1990 The Adventures of Ford Fairlane Jazz
1992 Live Wire Suzie Bryant óskráð á lista
1993 Dragon: The Bruce Lee Story Linda Lee
1994 Dumb & Dumber Mary Swanson
1995 Sabrina Elizabeth Tyson
1996 Beautiful Girls Darian Smalls
1996 Down Periscope Lt. Emily Lake, köfunarkennari
1997 Turbulence Teri Halloran
1997 A Smile Like Yours Jennifer Robertson
1998 No Looking Back Claudia
1999 Entropy Claire
1999 Any Given Sunday Cindy Rooney
2000 The Last Producer Frances Chardway
2000 What Women Want Gigi
2001 Sen to Chihiro no kamikakushi Móðir Chihiros Talaði inn á
2002 Changing Hearts Amber Connors
2002 Pavement Buckley Clarke
2004 In Enemy Hands Mrs. Rachel Travers
2005 The Chumscrubber Eigandi snyrtibúðar
2005 Down and Derby Kim Davis
2005 The Goodfather of Green Bay Molly Mahoney
2006 Fatwa Maggie Davidson
2006 The Pleasure Drivers Daphne Widesecker
2006 Raising Flagg Rachel Purdy
2009 The Least Among You Kate Allison
2009 Crank: High Voltage Geðlæknir óskráð á lista
2009 The Perfect Age of Rock ´n´ Roll Liza Genson
2010 You´re So Cupid Audrey Valentine
2010 Final Storm Gillian Grady
2010 Chasing 3000 Marylin
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1984 Hill Street Blues Carla Walicki 2 þættir
1985 Love Lives ON Tracy Sjónvarpsmynd
1986 Spenser: For Hire Emily Brown Þáttur: Home Is the Hero
1986-1989 All My Children Julie Rand Chandler ónefndir þættir
1990 My Two Dads Allison 2 þættir
1990 Archie: To Riverdal and Back Again Betty Cooper Sjónvarpsmynd
1991 The Antagonists Kate Ward ónefndir þættir
1992 Fugitive Among Us Suzie Bryant Sjónvarpsmynd
1994 Dangerous Heart Carol Sjónvarpsmynd
1992-1995 Picket Fences Maxine Stewart 87 þættir
1998 Vig Marybeth Sjónvarpsmynd
1999 Fantasy Island Heather Finn Þáttur: The Real Thing
1999-2000 Chicago Hope Dr. Jeremy Hanlon 22 þættir
2001 Destiny ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2001 Jackie, Ethel, Joan: The Women of Camelot Ethel Kennedy Sjónvarpsmynd
2001 Becker Laura Þáttur: The Buddy System
2002 King of Texas Mrs. Rebecca Lear Highsmith Sjónvarpsmynd
2002 Living with the Dead Eiginkona James Danson Sjónvarpsmynd
2002 Providence Darla Rosario Þáttur: The Heart of the Matter
2002 Santa, Jr. Susan Flynn Sjónvarpsmynd
2003 CSI: Miami Hayley Wilson Þáttur: Grand Prix
2004 Just Desserts Grace Carpenter Sjónvarpsmynd
2004 Caught in the Act Jodie Colter Sjónvarpsmynd
2005 Bounty Hunters Tess Sjónvarpsmynd
2005 Untitled Camryn Manheim Pilot Andrea Sjónvarpsmynd
2005-2008 NCIS Jenny Shepard 66 þættir
2009 Leverage Mr. Tobey Earnshaw Þáttur: The Juror #6 Job
2009 Before You Say I´Do Mary Sjónvarpsmynd
2009 Too Late to Say Goodbye Heather Sjónvarpsmynd
2010 Covert Affairs Madeline Jarvis Þáttur: Houses of the Holy
2010 Flashpoint Jill Hastings Þáttur: Acceptable Risk
2010 The Town Christmas Forgot Annie Benson Sjónvarpsmynd
2010 Call me Mrs. Miracle Lindy Lowe Sjónvarpsmynd
2011 Scream of the Banshee Prófessorinn Isla Whelan Sjónvarpsmynd

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Daytime Emmy verðlaunin

MTV Movie verðlaunin

  • 1995: Verðlaun fyrir besta kossinn með Jim Carrey fyrir Dumb & Dumber.

Razzie verðlaunin

Satellite verðlaunin

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 1996: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Picket Fences.
  • 1995: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Picket Fences.

Soap Opera Digest verðlaunin

Viewers for Quality Television verðlaunin

  • 1994: Verðlaun sem besta aukaleikona í dramaseríu fyrir Picket Fences.

Westen Heritage verðlaunin

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta