Jónatan Þórmundsson

Jónatan Þórmundsson (f. 19. desember 1937) er prófessor emeritus og heiðursdoktor við lagadeild Háskóla Íslands.

Æviágrip breyta

Jónatan er fæddur í Stóra-Botni, í Hvalfirði, sonur hjónanna Þórmundar Erlingssonar bónda og síðar birgðavarðar og Oddnýjar Kristjánsdóttur húsfreyju. Hann lauk kandidatsprófi í lögfræði (cand.jur.) frá Háskóla Íslands árið 1964 og stundaði framhaldsnám á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum.[1][2] Jónatan hóf kennslu við lagadeild H.Í. árið 1967 og varð prófessor 1970. Jónatan hefur ritað fjölmargar bækur og tímaritsgreinar á fræðasviðum sínum. Helstu rannsóknasvið Jónatans eru refsiréttur, alþjóðlegur refsiréttur, fjármuna- og efnahagsbrot, opinbert réttarfar, skattaréttur og afbrotafræði.[3][4] Jónatan stundaði einnig nám á Ítalíu í ítölsku og ítalskri menningu og er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi á og úr ítölsku.[5] Eiginkona Jónatans var Sólveig Ólafsdóttir (1948-2018), lögfræðingur frá Háskóla Íslands og LL.M. frá Harvard-háskóla. Hún var um tíma formaður Kvenréttindafélags Íslands og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Ferill breyta

Námsferill breyta

  • Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík, júní 1957.
  • Kandidatspróf frá lagadeild Háskóla Íslands, janúar 1964.
  • Framhaldsnám í lögfræði og afbrotafræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley (University of California) 1965-1966.
  • Námsdvöl við háskólana í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi 1967.
  • Tungumálanám við tvo háskóla á Ítalíu 1958-1959, 1962 og 1976.
  • Nám í almennum málvísindum við Háskóla Íslands 2009 og 2010.

Starfsferill breyta

  • Stundakennari í ensku og latínu við Menntaskólann í Reykjavík 1959-1961 og 1962-1963.[6]
  • Fulltrúi ríkissaksóknara 1964-1970.
  • Lektor við lagadeild Háskóla Íslands (hlutastarf) 1967-1970.
  • Prófstjóri Háskóla Íslands 1968-1969.
  • Kennsla í afbrotafræði við námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands 1969-1970.
  • Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands 1970-2007.
  • Forseti lagadeildar 1972-1974, 1986-1988 og 1998-2000.
  • Varaforseti háskólaráðs tvívegis og gegndi starfi háskólarektors í nokkra mánuði 1972-1973 (vegna forfalla kjörins rektors).
  • Í stjórn Háskólabíós 1973-1985 og formaður stjórnar 1978-1985.
  • Formaður fullnustumatsnefndar dómsmálaráðuneytis 1978-1992.
  • Ritstjóri Tímarits lögfræðinga 1984-1989.
  • Sat í yfirskattanefnd (hlutastarf) 1992-2008.
  • Rannsóknar- og saksóknarastörf í nokkrum viðamiklum sakamálum.
  • Varadómari í allmörgum málum fyrir Hæstarétti á árabilinu 1970-2007.
  • Löggiltur dómtúlkur og skjalþýðandi á og úr ítölsku frá 1975. Þýðingar fyrir RÚV á ítölskum framhaldsmyndaflokkum 1974-1976.
  • Formaður prófnefndar við löggildingarpróf í ítölsku frá 1987.
  • Formaður meistaranámsnefndar lagadeildar H.Í. 2002-2006.
  • Umsjón og kennsla við lagadeild H.Í. í námskeiðinu International Criminal Law (á ensku) frá árinu 2011 og hliðstætt námskeið á íslensku frá 2015 undir heitinu Alþjóðlegur refsiréttur.

Rannsóknir við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir breyta

  • Københavns Universitet, Danmörku, 1978, 1989 og 2001-2002.
  • Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht, Freiburg i.Br., Þýskalandi, 1982 og 1985.
  • University of Washington, Seattle, Bandaríkjunum, 1986.
  • Winchester, Englandi, 1990. Unnið að ritstörfum (Viðurlög við afbrotum).
  • Universiteit van Amsterdam, Hollandi, 1994 og 1997. Ritstörf í refsirétti og fyrirlestrar.
  • The University of Sydney, Ástralíu, 2001. Unnið að ritinu Afbrot og refsiábyrgð II (2002) auk rannsókna í alþjóðlegum refsirétti. Fluttir voru fyrirlestrar um efni í refsirétti og alþjóðlegum refsirétti við háskóla í Sydney og Canberra, Ástralíu og í Auckland, Nýja-Sjálandi.
  • Alma Mater Studiorum – Università di Bologna, Ítalíu, 2003. Unnið að bókinni Afbrot og refsiábyrgð III (2004) og rannsóknum í alþjóðlegum refsirétti.
  • University of Canterbury, Christchurch, Nýja-Sjálandi, 2006. Unnið að rannsóknum og ritstörfum í alþjóðlegum refsirétti.

Helstu nefnda- og stjórnarstörf breyta

  • Sat í nefnd til undirbúnings kennslu í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands 1969-1970 og í fyrstu stjórn námsbrautar í þeim fræðum 1970-1972.
  • Oddamaður gerðardóms Samvinnutrygginga g.t. 1974-1977.
  • Sat í hegningarlaganefnd 1971-1982.
  • Sat í laganefnd Kennaraháskóla Íslands 1972-1976 og tók þátt í að semja frumvarp til nýrra laga um skólann.
  • Í stjórn Lagastofnunar H.Í. 1976-2000.
  • Fulltrúi Íslands í Norræna sakfræðiráðinu 1980-1988.
  • Formaður nauðgunarmálanefndar 1984-1988.
  • Sat í nefnd á vegum fjármálaráðuneytis sem kannaði umfang skattsvika, 1984-1986.
  • Fulltrúi Íslands í Norrænu refsilaganefndinni 1986-1992.
  • Sat í dómnefnd um doktorsritgerð á sviði skattarefsiréttar við Árósaháskóla í Danmörku 1988-1989 og var annar tveggja andmælenda við doktorsvörn í Árósum 1989.
  • Formaður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar 1999-2003.

Fararstjórn og leiðsögn breyta

  • Fararstjóri og leiðsögumaður með íslenskum ferðahópum á Spáni og Ítalíu á árunum 1967-1977 (Ferðaskrifstofan Útsýn).
  • Leiðsögn með ítalska hópa á Íslandi og til Grænlands á árunum 1960-1970.
  • Persónulegur fylgdarmaður Ítalíuforseta, Oscar Luigi Scalfaro, í opinberri heimsókn hans til Íslands í júní 1997.

Félags- og trúnaðarstörf breyta

  • Sat í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1968-1975, varaformaður 1970-1974 og formaður 1974-1975.
  • Kjörinn á almennum kennarafundi Háskóla Íslands 1969 til setu í nefnd er skyldi undirbúa tillögur um hlutverk og starfsemi Háskólans.
  • Formaður Sakfræðingafélags Íslands 1971-1983.
  • Formaður Félags háskólakennara 1971-1972 og í stjórn þess 1984-1986.
  • Sat í stjórn Íslensk-ameríska félagsins og í úthlutunarnefnd styrkja úr Thor Thors-sjóði félagsins 1979-1991.
  • Í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs Íslands 1982-1985.
  • Var formaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík 1987-1997. Áður í stjórn þess frá 1972.
  • Í stjórn Félags prófessora 1999-2006, varaformaður þess 2000-2004 og starfandi formaður um tíma.

Viðurkenningar breyta

  • Hlaut margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi frá M.R. 1957 (aðaleinkunn 9.66 af 10).
  • Hlaut verðlaun úr Verðlaunasjóði dr. juris Einars Arnórssonar fyrir skriflegar úrlausnir í refsirétti og réttarfari við kandidatspróf (cand.juris) frá lagadeild Háskóla Íslands (240 stig, meðaleink. 14,12 af 16).
  • Afmælisrit til heiðurs Jónatan Þórmundssyni sjötugum, 19. desember 2007 (ritstj. Ragnheiður Bragadóttir).[7]
  • Sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands árið 2008 í tilefni 100 ára afmælis lagakennslu á Íslandi.

Ritaskrá breyta

Hér eru tilgreind um 50 helstu fræðirit og ritgerðir Jónatans og þeim raðað í fimm flokka eftir birtingarhætti og tímaröð í hverjum flokki. Heildarritaskrá hans telur alls 166 fræðilegar ritsmíðar flokkaðar eftir árum frá 1963.

Útgefnar fræðibækur breyta

  • Viðurlög við afbrotum. Bókaútgáfa Orators. Rvík 1992. 381 bls.
  • Afbrot og refsiábyrgð I. Háskólaútgáfan. Rvík 1999. 304 bls.
  • Afbrot og refsiábyrgð II. Háskólaútgáfan. Rvík 2002. 168 bls.
  • Afbrot og refsiábyrgð III. Háskólaútgáfan. Rvík 2004. 208 bls.
  • Alþjóðaglæpir og refsiábyrgð. Höfundur gaf út. Rvík 2017. 256 bls.
  • Die Strafbarkeit der Wirtschaftskriminalität bei gewerblicher Betätigung juristischer Personen. Old Ways and New Needs in Criminal Legislation. Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht. Freiburg i. Br. 1989, bls. 99-127. Höfundur var ritstjóri verksins ásamt próf. Albin Eser og ritaði inngang með honum. Alls er verkið 324 bls. ásamt viðauka.

Helstu bókakaflar breyta

  • Der sogenannte Neoklassizismus im Verhältnis zur nordischen bzw. isländischen Kriminalpolitik. Neuere Tendenzen der Kriminalpolitik. Max-Planck-Institut für ausländisches und internationales Strafrecht. Freiburg i. Br. 1987, bls. 65-82.
  • Um kynferðisbrot. Skýrsla nauðgunarmálanefndar. Dómsmálaráðuneytið. Rvík 1989, bls. 95-130. Höfundur var formaður nefndarinnar og einn af höfundum hins almenna efnis á bls. 13-80. Alls 361 bls.
  • Grundvallaratriði alþjóðlegs refsiréttar. Afmælisrit Úlfljóts 1997 (50. árg.), bls. 151-180.
  • Universal Justice Through International Criminal Law. Mannréttindaskrifstofa Íslands, rit nr. 3. Rvík 1998. 62 bls. Ritstjóri ásamt Róbert R. Spanó og höfundur efnis á bls. 6-19 og 31-39.
  • The Sources of International Criminal Law with Reference to the Human Rights Principles of Domestic Criminal Law. Scandinavian Studies in Law: International Aspects. Stockholm Institute for Scandinavian Law. Stockholm 2000 (39. árg.), bls. 387-393.
  • Grundvallarreglan um saknæmi. Afmælisrit, Þór Vilhjálmsson sjötugur 9. júní 2000. Bókaútgáfa Orators. Rvík 2000, bls. 311-330.
  • Auðgunarásetningur. Líndæla, Sigurður Líndal sjötugur 2. júlí 2001.
  • Hið íslenska bókmenntafélag. Rvík 2001, bls. 339-356.
  • Afbrigðileg refsiábyrgð. Afmælisrit, Gunnar G. Schram sjötugur 20. febrúar 2001. Almenna bókafélagið. Rvík 2002, bls. 247-274.
  • Staðreyndavilla og aberratio ictus. Lögberg, rit Lagastofnunar Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan. Rvík 2003, bls. 447-474.
  • Rökstuðningur refsiákvörðunar. Rannsóknir í félagsvísindum IV – Lagadeild. Háskólaútgáfan og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Rvík 2003, bls. 11-28.
  • Hryðjuverk – ákvæði íslenskra laga í alþjóðlegu umhverfi. Rannsóknir í félagsvísindum VI – Lagadeild. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Rvík 2005, bls. 229-252.
  • Fjárdráttur. Afmælisrit Úlfljóts 2007 (60. árg.), bls. 535-588.
  • Criminal Law in Iceland since the Saga Age. Ikke kun straf... Festskrift til Vagn Greve. Jurist- og Økonomforbundets Forlag. Khöfn 2008, bls. 551-562.
  • Saknæmiskröfur í alþjóðlegum refsirétti. Afmælisrit Páls Sigurðssonar (ritstj. Eyvindur G. Gunnarsson). Rvík 2014, bls. 359-384.

Helstu greinar í íslenskum og erlendum fræðitímaritum breyta

  • Nokkrar hugleiðingar um gerðardóma. Úlfljótur, 1. tbl. 1963 (16. árg.), bls. 26-38.    
  • Íslenzkur umferðarrefsiréttur. Úlfljótur, 2. tbl. 1965 (18. árg.), bls. 69-86.
  • Crime versus Determinism. Úlfljótur, 2. tbl. 1967 (20. árg.), bls. 49-58.
  • Mat á geðrænu sakhæfi. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1968 (18. árg.), bls. 21-40.
  • Fordæmi sem réttarheimild í enskum og bandarískum rétti. Úlfljótur, 4. tbl. 1969 (22. árg.), bls. 357-376.
  • Eiturlyf og afbrot. Úlfljótur, 3. tbl. 1972 (25. árg.), bls. 207-241.
  • Mútur.  Úlfljótur, 4. tbl. 1973 (26. árg.), bls. 376-384.
  • Viðurlög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 1973 (23. árg.), bls. 29-40 og 45-59.
  • Vurdering af tilregnelighed efter islandsk ret. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1973 (61. árg.), bls. 271-284.
  • Den strafferetlige bedømmelse af skattesvig. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1974 (62. árg.), bls. 141-150.
  • Sérstaða auðgunarbrota meðal annarra fjármunabrota. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1974 (24. árg.), bls. 3-28.
  • Sérbrot gegn refsivörzlu ríkisins. Úlfljótur, 4. tbl. 1975 (28. árg.), bls. 297-315.
  • Brot gegn friðhelgi einkalífs. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1976 (26. árg.), bls. 147-167.
  • Líknardráp. Úlfljótur, 3. tbl. 1976 (29. árg.), bls. 153-171.
  • Samanburður á afbrotahneigð karla og kvenna. Úlfljótur, 3.-4. tbl. 1977 (30. árg.), bls. 267-282.
  • Rangur framburður fyrir rétti. Úlfljótur, 2. tbl. 1978 (31. árg.), bls. 85-103.
  • Refsivist. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1978 (28. árg.), bls. 5-37.
  • Skattskylda einstaklinga. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1982 (32. árg.), bls. 2-29.
  • Öryggisgæzla og önnur úrræði skv. 62. gr., sbr. 63. gr. hgl. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1982 (32. árg.), bls. 196-202.
  • Réttarstaða sakbornings. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1984 (34. árg.), bls. 199-215.
  • Hlutverk og réttarstaða verjanda. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1985 (35. árg.), bls. 216-245.
  • Okur og misneyting. Úlfljótur, 2. tbl. 1986 (39. árg.), bls. 101-106.
  • Voldtægtsofferets retsstilling i kriminalpolitisk belysning. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1986 (73. árg.), bls. 444-451.
  • Refsiábyrgð á efnahagsbrotum í atvinnustarfsemi lögaðila. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1988 (38. árg.), bls. 207-233.
  • Ofsóknir og hótanir. Tímarit lögfræðinga, 3. tbl. 1989 (39. árg.), bls. 198-203.
  • Fésektir og sektafullnusta. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 1989 (39. árg.), bls. 226-251.
  • Lidt om effektivisering af strafferetsplejen. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab 1989 (76. árg.), bls. 175-179.
  • Um kynferðisbrot. Úlfljótur, 1. tbl. 1989 (42. árg.), bls. 21-42.
  • Sakhæfi. Úlfljótur, 3. tbl. 1991 (44. árg.), bls. 277-297.
  • Strafbegrebet i forhold til straffens målsætning og retfærdiggørelse. Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab. Kriminalpolitiska studier tillägnade Alvar Nelson. Khöfn 1994 (81. árg.), bls. 88-98.
  • Samþykki brotaþola og réttaráhrif þess. Úlfljótur, 4. tbl. 1998 (51. árg.), bls. 465-473.
  • Þróun refsiréttar í ljósi mannréttinda. Úlfljótur, 2. tbl. 2000 (53. árg.), bls. 217-251.
  • Ólögmæti verknaðar og refsileysisástæður. Tímarit lögfræðinga, 3. tbl. 2005 (55. árg.), bls. 357-385.
  • Umboðssvik. Tímarit Lögréttu, 2. hefti 2007 (4. árg.), bls. 171-188.
  • Einkenni auðgunarbrota – Tengsl þeirra innbyrðis og við önnur brot. Tímarit lögfræðinga, 4. tbl. 2008 (58. árg.), bls 403-463.
  • Inngangur að alþjóðlegum refsirétti. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 2015 (65. árg.), bls. 3-63.
  • Refsiþarfir samfélagsins og lagaleg jafnvægislist. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2017 (67. árg.), bls. 197-213. Greinin er að stofni til byggð á erindi höfundar á afmælismálþingi Ragnheiðar Bragadóttir 2016, einnig á ensku undir yfirskriftinni: The Social Need for Criminal Justice and the Standard of Legal Balance.

Fræðiskrif í (ritrýndum) ráðstefnuritum breyta

  • Allmänna domstolar och specialdomstolar. Forhandlingerne på det syvogtyvende nordiske juristmøde i Reykjavík 1975. Rvík 1977, bls. 220-233.
  • Ideologier og realiteter i islandsk kriminalpolitik. Straffesystemer i Norden. NU B 1977:25. Stockholm 1977, bls. 71-72, 84 og 131-134.
  • Straffesystemets kontrol af narkotika. Rapport fra 26. nordiske forskerseminar i Drøbak om „Narkotika og kontrollpolitikk“, Noregi 1984. Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi. Khöfn 1984, bls. 93-101.
  • En kritisk vurdering af narkotikalovgivningen og dens anvendelse. Narkotika og kontrolpolitik. Nordiska rådet, Stockholm 1985, bls. 119-122 og 131-132.
  • Summary Report on Non-Prosecution in Iceland. Proceedings of the European Seminar on Non-Prosecution in Europe. Heuni Publication Series No. 9. Helsinki 1986, bls. 222-230.
  • Offerets stilling i strafferetssystemet. Rapport från 29. nordiska forskarseminariet i Stykkishólmur 1987. Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi. Helsinki 1987, bls. 11-17.
  • Sanktioner for vold. Våldet i samhället. Nordiska rådet. Göteborg 1988, bls. 102-105 og 112-113.
  • Straffrättslig jurisdiktion i Norden. Nord 1992:17. Nordisk Ministerråd. Khöfn 1992. 140 bls. JÞ var einn af höfundum ritsins.
  • Samfundstjeneste - opsummering af et seminar. Rapport fra kontaktseminar om samfunnstjeneste, Reykjavík 1992. Nordisk Samarbeidsråd for Kriminologi. Oslo 1993, bls. 114-117.
  • Universal Justice Through International Criminal Law. A Report from the International Criminal Law Symposium in Rome, April 1996. Rvík 1996. 47 bls. JÞ er einn höfundur að bls. 8-18, 26-32 og 45, en meðhöfundur að bls. 1-7 og 46-47.

Nokkrar fjölritaðar ritsmíðar (til kennslu) breyta

  • Opinbert réttarfar I. Rvík 1972. 124 bls. Endurskoðuð 2. útg. í tveimur heftum. Rvík 1979 og 1980. 63 og 110 bls.
  • Kennsluáætlun í refsirétti. Hjálparrit við nám og kennslu. Rvík 1. útg. 1973, 2. útg. 1975 og 3. útg. 1977. 71 bls.
  • Auðgunarbrot og nokkur skyld brot, fyrra hefti. Rvík 1975. 102 bls.  
  • Nokkur skjalabrot. Fjölrit. Rvík 1979. 6 bls.  
  • Fyrirlestrar í skattarétti. Rvík 1982. 58 bls.
  • Refsiréttur. Almenni hlutinn I. Rvík 1989. 78 bls.
  • Kennsluefni í refsirétti. Samantekt fyrir vormisseri 1995. Rvík 1994. 77 bls. JÞ annaðist útgáfu ritsins, enn fremur endurskoðun á eigin textum og aðlögun á texta eftir Stephan Hurwitz.
  • Fjármuna- og efnahagsbrot, 1. hluti. Rvík 1995. 52 bls.
  • Alþjóðlegur refsiréttur. Inngangur. Rvík 1996. 32 bls.
  • A Brief Outline of Icelandic Criminal Law. Rvík 1998. 25 bls.
  • Nokkur lykilatriði saknæmis og villu. – Yfirlit yfir reglur um manndráp og líkamsmeiðingar. Rvík 1998. 24 bls.
  • In Search of Universal Justice. Studies in comparative and international criminal law. Rvík 2002. 46 bls.
  • Þættir um auðgunarbrot. Almennur hluti. Handrit til nota við kennslu. Rvík 2009. 65 bls.
  • Þættir um auðgunarbrot. Sérstakur hluti. Handrit til nota við kennslu. Rvík 2009. 165 bls.

Fræðilegir fyrirlestrar breyta

Jónatan hefur flutt um 80 fræðilega fyrirlestra, ótengda kennslustörfum, frá árinu 1965.

Heimildir breyta

  1. Lögfræðingatal 1736-1992, II. bindi (ritstj. Gunnlaugur Haraldsson). Iðunn. Rvík 1993. Bls. 525-529.
  2. Æviskrár samtíðarmanna, annað bindi (ritstj. Torfi Jónsson). Skuggsjá. Rvík 1983. Bls. 230-232.
  3. „„Kennslan færir mér aukinn lífsþrótt." Viðtal við Jónatan Þórmundsson á vef Háskóla Íslands“. Háskóli Íslands. Janúar 2019.
  4. „„Skattaréttur – aðdragandi og upphaf." Viðtal við Jónatan Þórmundsson í Tíund, fréttablaði RSK“. Ríkisskattstjóri. Apríl 2018.
  5. „Sérfræðingur í refsirétti og tungumálamaður.“ Afmælisviðtal við Jónatan Þórmundsson í Morgunblaðinu 19. des. 2012.
  6. Kennaratal á Íslandi IV (ritstj. Ólafur Þ. Kristjánsson og Sigrún Harðardóttir). Prentsmiðjan Oddi h.f. Rvík 1987. Bls. 293-294.
  7. Afmælisrit til heiðurs Jónatan Þórmundssyni sjötugum, m.a. formáli og afmæliskveðja, (ritstj. Ragnheiður Bragadóttir). Bókaútgáfan CODEX. Rvík 2007. 659 bls.