Grímsá er bergvatnsá í Borgarfirði og rennur um Lundarreykjadal. Hún er 42 km löng með upptök í Reyðarvatni í 325 m hæð og endamark þar sem hún rennur í Hvítá. Hún er ein af bestu laxveiðiám landsins, en þar veiddust áður margir stórlaxar, þó þeir séu nú sjaldséðir.

Laxfoss í Grímsá
Grímsá fellur úr Reyðarvatni norð-vestast, og fellur vest-norðvestur um Lundareykjadal þar til hún fellur í Hvítá þar sem hún á skamman veg til sjávar. Er brúuð á tveimur stöðum við Fossatún og Brandsmýri

Laxgengur hluti Grímsár er um 32 kílómetrar en þá eru eftir um tíu kílómetrar að upptökunum í Reyðarvatni, inn af Lundarreykjadal, en það er gott bleikjuveiðivatn. Efst í Lundarreykjadal rennur þveráin Tunguá í Grímsá og er hún einnig laxgeng. Af þekktum veiðistöðum í ánni má nefna Laxfoss, fyrir neðan mynni Lundareykjardals, Strengina og Svartastokk. Laxveiði hefur verið stunduð í Grímsá frá landnámsöld en fyrst er vitað um stangaveiði þar 1862 og voru þar Englendingar á ferð. Lengi vel voru það einkum enskir veiðimenn sem veiddu í Grímsá. Við Laxá var reist glæsilegt veiðihús 1972 sem teiknað er af bandaríska arkitektinum Ernst Schwiebert og það tekið í notkun 1973.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.