Herbert Guðmundsson

íslenskur tónlistarmaður

Herbert Guðmundsson (fæddur í Reykjavik 15. desember 1953) er íslenskur tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, útsetjari, útgefandi og framleiðandi á eigin tónlist. Allar götur síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið upp úr 1970, þá söngvari með ýmsum hljómsveitum hefur hann verið afkastamikill í íslensku tónlistarlífi. Fyrst með skólahljómsveitinni Raflost í Laugarlækjarskóla í Reykjavík um miðjan sjötta áratuginn. Síðan komu hljómsveitirnar Eilífð, Tilvera, Stofnþel, Eik, Pelican, Dínamít og síðast hljómsveitinni Kan sem gerð var út frá Vestfjörðum nánar tiltekið frá Bolungarvík á árunum 1982-84. Kan gaf út plötuna Í Ræktinni og þekktustu lög Kan voru „Megi sá draumur“ og „Vestfjarðaóður“, sem Herbert enduvann og gaf út á plötunni Tree Of Life 2012.

Herbert Guðmundsson
Herbert á RÚV
Herbert á RÚV
Upplýsingar
FæddurHerbert Guðmundsson
15. desember 1953 (1953-12-15) (71 árs)
UppruniReykjavík, Ísland
Ár virkur1972-
StefnurPopp, techno, dans
HljóðfæriSöngur, gítar
ÚtgáfufyrirtækiHG Hljómplötur
SamvinnaRaflost, Tilvera, Dínamit, Eik, Kan

Herbert varð fyrst þekktur á Íslandi þegar honum bauðst staða aðalsöngvara í Hljómsveitinni Tilveru. En á þeim tíma voru þekktustu hljómsveitir landsins ásamt Tilveru, Ævintýri og Trúbrot. Herbert söng inn á sína fyrstu plötu með Tilveru 1971, sem var 45 snúninga tveggja laga plata. Öðru megin var lagið „Sjálfselska og eigingirni“ sem Herbert söng og hinu megin „Lífið“ sungið af Axeli Einarssyni en Axel er aðalhöfundur lagsins „Hjálpum þeim“ sem Herbert söng ásamt landsliði íslenskra tónlistarmanna á þeim tíma. Á þessum árum voru gefin út lög í þeim tilgangi að styðja við hjálparstarf í Afríku og má þar nefna Band Aid.

Herbert byrjaði sólóferill sinn 1985 með útgáfu á plötunni „Dawn Of The Human Revolution“ og lagið „Can't Walk Away“ af þeirri plötu fór í fyrsta sæti íslenska listans og var 13 vikur á honum.[1] Herbert hefur síðan á eigin vegum gefið út fjölda hljómplatna og eru þær nú orðnar átján talsins auk DVD tónleikadisks (HG í Íslensku Óperunni - útgáfutónleikar plötunnar Nýspor á íslenskri tungu). Í gegnum tíðina hafa komið frá honum vinsælir smellir á borð við „Can't Walk Away“, „Hollywood“, „I Believe In Love“, „Time“, Eurovision-lagið „Eilíf Ást". Heimildarmyndin Can't Walk Away um feril tónlistarmannsins kom út í nóvember 2017 og árið 2018 kom út platan ,,Starbright" sem hefur að geyma tónlist í anda áttundaáratugarins en platan var samvinna þeirra feðga Herberts og Svans Herbertssonar.

Söngvakeppni Sjónvarpsins

Útgefnar plötur

breyta
  • 1977 - Á ströndinni (ásamt hljómsveitinni Eik)
  • 1984 - Í Ræktinni (ásamt hljómsveitinni Kan)
  • 1985 - Dawn Of The Human Revolution
  • 1986 - Transmit (tólf tommu plata)
  • 1987 - Time flies
  • 1993 - Being Human
  • 1996 - Dawn of the Human Revolution (endurútgefin á geisladisk)
  • 1998 - FAITH (safndiskur – öll helstu lög Herberts)
  • 2001 - Ný spor á íslenskri tungu
  • 2008 - Spegill Sálarinnar
  • 2010 - Herbert Guðmundsson í Íslensku Óperunni DVD
  • 2011 - Tree of Life (Lífsins Tré) - Herbertson
  • 2013 - Nýtt Upphaf
  • 2015 - Flakkað um ferilinn - safndiskur
  • 2018 - Starbright

Heimildarefni

breyta
  • 2011 - Tónleikar í Íslensku Óperunni
  • 2017 - Heimildarmyndin Can't Walk Away

Tilvísanir

breyta
  1. „„Herbert við Pressuna: Það er engin kreppa, bara samdráttur geggjaðs rugls, óráðsíu og græðgi". Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2010. Sótt 21. nóvember 2011.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.