Opna aðalvalmynd

Trúbrot var íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð af nokkrum meðlimum hljómsveitanna Hljóma og Flowers árið 1969. Upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar voru Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Shady Owens úr Hljómum og Karl Sighvatsson og Gunnar Jökull Hákonarson úr Flowers. Hljómsveitin er aðallega þekkt fyrir framsækna rokktónlist og sýrurokk. Árni Johnsen átti hugmyndina að nafni hljómsveitarinnar.

Trúbrot
Trúbrot við stofnun árið 1969
Fæðingarnafn Trúbrot
Önnur nöfn Óþekkt
Fædd(ur) Óþekkt
Dáin(n) Óþekkt
Uppruni Reykjavík, Íslandi
Hljóðfæri Óþekkt
Tegund Óþekkt
Raddsvið Óþekkt
Tónlistarstefnur rokk, sýrurokk
Titill Óþekkt
Ár 1969 - 1973
Útgefandi Fálkinn, Tónaútgáfan, Trúbrot hf.
Samvinna Hljómar, Flowers, Náttúra
Vefsíða Óþekkt
Meðlimir
Núverandi Shady Owens

Gunnar Þórðarson
Karl Sighvatsson
Rúnar Júlíusson
Gunnar Jökull Hákonarson
Magnús Kjartansson
Ólafur Garðarsson

Fyrri Óþekkt
Undirskrift

1970 hættu bæði Shady og Karl í hljómsveitinni og Magnús Kjartansson tók við á hljómborð. Stuttu síðar hætti Gunnar Jökull og Ólafur Garðarsson tók við trommuleik. Meðlimir Trúbrots flugu til Kaupmannahafnar 7. október 1970 til að leika í dönskum klúbbum í hálfan mánuð, áður en stefnan var sett á Wifoss-stúdíóið þar sem Philip Wifoss hljóðritaði Undir áhrifum og notaði til þess nýja 10 rása upptökuvél sem þótti mikið undur. Þegar platan kom á markað í nóvember sama ár var henni hælt á hvert reipi. Hún þótti framsækin, metnaðarfull og textarnir, sem voru flestallir á ensku, þrungnir þjóðfélagslegum skírskotunum. Því var haldið fram að Undir áhrifum ætti fullt erindi á alþjóðamarkað. Þrátt fyrir góðar viðtökur gagnrýnenda voru kaupendur á öðru máli og stóð platan engan vegin undir væntingum þeirra.

1971 Gengu þeir Karl Sighvatsson og Gunnar Jökull Hákonarson aftur til liðs við hljómsveitina og Ólafur Garðarsson fór yfir í Náttúru. Í þessari mynd gerði hljómsveitin meistaraverkið ....Lifun, sem var saminn og æfð á sex vikum og flut á tónleikum í Háskólabíói 13 mars það sama ár. Hljómsveitin hélt til Lundúna eftir tónleikana og hljóðritaði verkið fyrir Tónaútgáfuna í Morgan Studios og Sound Techniques 18. og 19. mars undir stjórn Gerrys Boys. Þegar platan kom út þótti útlit hennar nýstárlegt þar sem umslagið var afskorið á hornunum og myndaði átthyrning. Hljómsveitin stóð að útihátíð í Saltvík í samstarfi við Æskulýðsráð Reykjavíkur. Þar tróðu margar af helstu þjóðlagarokkstjörnum Íslands upp. Eftir hátíðinna hvarf Karl af landi brott og skaut honum næst upp í Náttúru

1972 í þessari mynd hélt sveitinn áfram og gerði plötuna Mandala sem hljóðrituð var í Kaupmannahöfn , Danmörku eftir allt Lifunar ævintýrið treysti Tónaútgáfan sér ekki til að halda áfram samstarfi við Trúbrot. Því ákváðu þeir að gefa hana út sjálfir og veðsetti Rúnar Júl hús sitt til að koma plötunni út.

Hljómsveitin var frá upphafi áberandi í tónlistarlífinu á Íslandi og voru miklar væntingar bundnar við hana. Hneykslismál á borð við fíkniefnamál, Saltvíkurhátíðina (sem þótti einkennast af mikilli drykkju ungmenna) og kæra Jóhanns Hjálmarssonar á hendur hljómsveitinni vegna ritstuldar reyndust henni erfið. Vonir um plötusölu erlendis brugðust líka og þótt plötur sveitarinnar seldust vel á Íslandi dugði það ekki til. Hljómsveitin var lögð niður vorið 1973.

PlöturBreyta

TenglarBreyta