Helgi Pjeturss

(Endurbeint frá Helgi Pjetursson)

Dr. Helgi Pjeturss (31. mars 187228. janúar 1949) var íslenskur jarðfræðingur og dulvísindamaður, og er einna frægastur fyrir bækur sínar sem hann skrifaði um þau efni.

Nám og störf

breyta

Foreldrar Helga voru Pétur Pétursson bæjargjaldkeri í Reykjavík og Anna Sigríður Vigfúsdóttir Thorarensen píanóleikari.

Helgi hóf nám við Hafnarháskóla 1891 og lauk prófi í náttúrufræði 1897. Um það leyti fór hann til Grænlands í rannsóknarleiðangri Frode Petersen. Hann lauk síðan doktorsprófi frá Hafnarháskóla 1905 og varð fyrstur Íslendinga til að taka slíkt próf í jarðfræði. Doktorsritgerð hans nefnist Om Islands geologi. Helgi fór í margar rannsóknarferðir um Ísland á árunum 1898-1910 og gerði merkar vísindalegar uppgötvanir og skrifaði margt sem lengi mun halda nafni hans á lofti meðal jarðfræðinga. Hann var með fyrstu jarðfræðingum til að átta sig á því að ísöldin hafði ekki verið einn samfelldur fimbulvetur heldur skiptust á jökulskeið og hlýskeið.

Helgi var formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags (HÍN) 1901-1905.

Á síðari hluta ævi sinnar hneigðist Helgi að heimspeki, stjörnulíffræði og dulvísindum og skóp kenningu sem sneri að því að maðurinn væri jafnefnislegur á öðrum plánetum eftir dauða sinn, og lifði á slíkum hnetti sem samsvaraði andlegu þroskastigi viðkomandi. Draumar okkar hér á jörðinni væru auk þess sýn inn í líf á öðrum plánetum. Um þessi efni skrifaði hann Nýalsbækur sínar, sex að tölu, og fjölmargt fleira.

Kona Helga var Kristín Brandsdóttir frá Hallbjarnareyri.

Nýalsbækur Helga Pjeturss

breyta
  • Nýall: nokkur íslensk drög til heimsfræði og líffræði - (1919)
  • Ennnýall: nokkur íslensk drög til skilnings á heimi og lífi - (1929)
  • Framnýall: björgun mannkynsins og aðrir aldaskiftaþættir - (1941)
  • Sannnýall: saga Frímanns eftir að hann fluttist á aðra jörð og aðrir Nýalsþættir (1943)
  • Þónýall: íslensk vísindi og framtíð mannkynsins og aðrir Nýalsþættir - (1947)
  • Viðnýall (1955)

Önnur ritverk Helga Pjeturss

breyta

Heimildir

breyta

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta