Heiðurshöll ÍSÍ
Heiðurshöll ÍSÍ er viðurkenning sem stofnað var til á aldarafmæli Íþróttasambands Íslands árið 2012. Í hana eru valdir afreksíþróttamenn og -þjálfarar sem teljast hafa unnið einstök afrek í íþróttasögu landsmanna. Nýir fulltrúar í Heiðurshöllina eru valdir af framkvæmdastjórn ÍSÍ og er tilkynnt um valið í tengslum við útnefningu íþróttamanns ársins ár hvert. Tuttugu íþróttamenn skipa Heiðurshöllina nú um stundir.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Isi.is, „Heiðurshöll ÍSÍ“ (skoðað 29. desember 2020)