Heiðlóa
Heiðlóa (fræðiheiti: pluvialis apricaria) einnig oft kölluð bara lóa er stór fugl af lóuætt. Hún er mófugl og farfugl á Íslandi. Kemur í lok mars eða byrjun apríl til Íslands en hefur vetursetu á Bretlandseyjum og suður þaðan með ströndum Vestur-Evrópu allt til Gíbraltar og Norður-Afríku. Heiðlóan er alfriðuð á Íslandi.
Heiðlóa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fullorðin Heiðlóa í Rohkunborri þjóðgarðinum í Noregi.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Einkenni
breytaLengd: 28 cm. | Þyngd: 200 gr. | Vænghaf: 67 – 76 cm.
Að ofan er hún dökk með gulum dílum, en svört að neðan og á vöngum, á milli þess er breið hvít s-laga rönd. Bæði kynin eru nánast eins eins að lit.
Lifnaðarhættir
breytaLóan lifir aðallega á ánamöðkum, mýflugum, skordýralirfum og sniglum. Á sumrin nærist hún einnig á jurtafæðu, t.d. berjum.
Fyrst er lóan kemur til landsins dvelur hún meðfram ströndum en leitar svo að varpstöðum í móum, mýrum eða heiðum. Hreiðurgerð er ekki mikil hjá henni, aðeins laut í lyngmóa eða grasi útbúið með grasstráum eða laufblöðum. Varp hefst seinni hluta maí og verpir hún oftast fjórum eggjum sem eru grágul eða mógul með mósvörtum dílum á litin. Eftir um það bil 3 vikur brjótast ungarnir út. Báðir foreldrarnir taka þátt í að liggja á egginu. Í lok júlí flýgur hún með ungana aftur suður til vetrardvalar og flýgur lóan þá í hópum.
Vorboðinn
breytaFólk á Íslandi segir oft að heiðlóan sé merki þess að vor og sumar sé á næsta leiti og hefur heiðlóan orðið tákn fyrir vorið og kölluð vorboðinn. Sagt er að hún sé veðurglögg og reyna sumir að lesa út úr veðrinu eftir hegðun hennar og sér hennar ósjaldan stað í skáldskap og þjóðtrú. Eitt þekktasta ljóð sem samið hefur verið á Íslandi um heiðlóuna er ljóð Páls Ólafssonar, Lóan er komin að kveða burt snjóinn, sem lýsir þessu viðhorfi ágætlega.
Tilvísanir
breyta- ↑ BirdLife International (2012). „Pluvialis apricaria“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.1. Sótt 16. júlí 2012.
Tenglar
breyta- Heiðlóa (fugl mánaðarins) Náttúruminjasafn Íslands
Heimildir
breyta- Heiðlóan Fuglavefur.is (skoðað 5.4.2020)