Ánamaðkur
Ánamaðkar (ánumaðkar eða ámumaðkar) eru tvíkynja liðormar af ættbálki ána. Hérlendir ánamaðkar eru allir af ættinni Lumbricidae[1]. Ánamaðkar hafa blóðrás, opið meltingarkerfi og lifa í mold þar sem þeir nærast á rotnandi plöntuleifum. Þeir hafa æxlunarfæri beggja kynja í ljósleitum kraga, svokölluðu belti, nærri framenda. Áni getur haldið áfram að skríða þótt hann sé skorinn í sundur.
Heiti ánamaðka á íslenskuBreyta
Talið er að upphaflegt heiti ánamaðksins sé ámumaðkur, þar sem menn trúðu því að hann gæti læknað ámusótt (heimakoma). Í heimild frá miðri 19. öld sem birtist í tímaritinu Blöndu árið 1918 er því lýst þegar viðkomandi „jagaði hana [þ.e. heimakomuna] úr [s]ér með jötunuxum og ánamöðkum“. Ánamaðkar hafa einnig gengið undir nöfnunum rigningur, ofanrigningur eða bara maðkur á íslensku. Ánamaðkur sem er óvenju stór hefur verið kallaður Bumbus í frásögnum veiðiáhugamanna og jafnvel laxamaðkur.
HeimildirBreyta
TenglarBreyta
- Vísindavefurinn: „Er orðið "ánamaðkur" dregið af heiti dvergsins Ána í Völuspá?“
- Hólmfríður Sigurðardóttir (1994). Ánamaðkar. Náttúrufræðingurinn 64(2): 139-148.