Vor

ein af árstíðunum fjórum
Árstíðir
Tempraða beltið
Vor
Sumar
Haust
Vetur
Hitabeltið
Þurrkatími Kaldtími
Heittími
Regntími
Orðið „vor“ er einnig fornt eignarfornafn.

Vor er ein af árstíðunum fjórum. Hinar eru sumar, haust og vetur. Á norðurhveli jarðar eru mánuðirnir mars, apríl og maí oftast taldir til vors, en á suðurhveli eru mánuðirnir september, október og nóvember vormánuðir. Veðurstofa Íslands telur vor vera mánuðina apríl og maí. Vor er sá tími ársins þegar daginn er að lengja hvað mest og í kjölfar þess hækkar meðalhitinn dag frá degi og gróður tekur við sér.

Vorgull (forsythia) í Danmörku

Á jafndægri að vori er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni og sums staðar á norðurhveli er vorjafndægur jafnframt talinn vera vordagurinn fyrsti, t.d. í Þýskalandi. Fyrsti vordagur eftir írsku tímatali er Brigídarmessa eða 2. febrúar.[1]


Heimildir breyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  1. James Stephens, "St. Patrekur og st. Brigid," Bæjarblaðið 4.22 (18.12.1954): 3, https://timarit.is/page/7090089