Evrusvæðið

(Endurbeint frá Evrusvæði)

Evrusvæðið á við hóp 20 evrópskra landa sem eru í efnahags- og gjaldmiðilssambandi[1]. Öll löndin eru í Evrópusambandinu og nota evruna (€) sem gjaldmiðil. Eins og er samstendur evrusvæðið af Austurríki, Belgíu, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni og Þýskalandi. Flest aðildarríki Evrópusambandsins eru skuldbundin til að taka upp evruna sem gjaldmiðill í framtíðinni. Aldrei hefur ríki gengið úr evrusvæðinu og það er engin leið að framkvæma þetta.

Evrusvæðið
  Lönd á evrusvæðinu
  Lönd sem ekki eru á evrusvæðinu en nota evruna

Seðlabanki Evrópu sér um peningamálastefnu svæðisins en honum er stjórnað af stjórnarformanni og nokkrum nefndum, sem samanstanda af seðlabankastjórum aðildarríkjanna. Evrusvæðið er ekki ríkisfjárlagasamband en efnt er til þess að stofna slíkt samband í ljósi skuldakreppunar.

Nokkur lönd sem ekki eru í Evrópusambandinu nota evruna sem gjaldmiðill, t.d. San Marínó, sem hefur gert samning við evrusvæðið um notkun gjaldmiðilsins og gefur út sínar eigin myntir. Önnur lönd, eins og Svartfjallaland, hafa tekið upp evruna en gefa ekki út sínar eigin myntir. Þessi lönd eru ekki aðildarríki evrusvæðisins og hafa ekkert umboð hjá Seðlabanka Evrópu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Countries using the euro | European Union“. european-union.europa.eu (enska). Sótt 15. október 2024.