Jean Castex

Forsætisráðherra Frakklands

Jean Castex (f. 25. júní 1965) er franskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var skipaður þann 3. júlí árið 2020 af Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

Jean Castex
Jean Castex árið 2020.
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
3. júlí 2020 – 16. maí 2022
ForsetiEmmanuel Macron
ForveriÉdouard Philippe
EftirmaðurÉlisabeth Borne
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. júní 1965 (1965-06-25) (59 ára)
Vic-Fezensac, Frakklandi
ÞjóðerniFranskur
StjórnmálaflokkurUnion pour un mouvement populaire (til 2015)
Lýðveldisflokkurinn (2015–2020)
La République En Marche! (frá 2020)
HáskóliUniversité Toulouse-Jean-Jaurès
Sciences Po
École nationale d'administration
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Áður en Castex var skipaður forsætisráðherra var hann meðlimur í franska Lýðveldisflokknum og hafði verið bæjarstjóri smábæjarins Prades í Pýreneafjöllum.[1] Castex starfaði sem ráðgjafi Nicolasar Sarkozy Frakklandsforseta og gegndi aðstoðarskrif­stofu­stjóra­stöðu í for­sæt­is­ráðuneyt­inu á stjórnartíð hans.[2] Árið 2020 var Castex fenginn til að stýra afléttingu útgöngubanns vegna kórónaveirufaraldursins í Frakklandi. Hann hafði áður stýrt neyðaráætlun vegna fuglaflensufaraldursins í Frakklandi.[3]

Þann 3. júli árið 2020 skipaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti Castex forsætisráðherra Frakklands eftir að Édouard Philippe baðst lausnar ásamt ríkisstjórn sinni. Stjórnarskipti höfðu legið í loftinu um nokkurt skeið og Macron hafði gefið í skyn að hann vildi breyta um áherslur á síðustu tveimur árum kjörtímabils síns.[4] Castex var lítt þekktur þegar hann var skipaður en þótti hafa breiðari skírskotun á pólitíska litrófinu en forveri sinn og meðal annars eiga í betra sambandi við stéttarfélög.[3]

Castex sagði af sér í maí 2022, eftir að Macron vann endurkjör í forsetakosningum mánuðinn á undan. Hann sagði tíma sinn í landsmálunum vera liðinn. Élisabeth Borne varð nýr forsætisráðherra.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. Kjartan Kjartansson (3. júlí 2020). „Macron skipar borgarstjóra úr Pýreneafjöllum forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 15. júlí 2020.
  2. „Frakkland: Fyrrverandi forsætisráðherra til rannsóknar vegna COVID-19-vanrækslu“. Varðberg. 5. júlí 2020. Sótt 15. júlí 2020.
  3. 3,0 3,1 „Ný rík­is­stjórn í Frakklandi“. mbl.is. 3. júlí 2020. Sótt 15. júlí 2020.
  4. Ásgeir Tómasson (3. júlí 2020). „Nýr forsætisráðherra skipaður í Frakklandi“. RÚV. Sótt 15. júlí 2020.
  5. Þórgnýr Einar Albertsson (16. maí 2022). „Borne verður forsætisráðherra Frakklands“. RÚV. Sótt 16. maí 2020.


Fyrirrennari:
Édouard Philippe
Forsætisráðherra Frakklands
(3. júlí 202016. maí 2022)
Eftirmaður:
Élisabeth Borne