Jean Castex
Jean Castex (f. 25. júní 1965) er franskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands. Hann var skipaður þann 3. júlí árið 2020 af Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
Jean Castex | |
---|---|
Forsætisráðherra Frakklands | |
Í embætti 3. júlí 2020 – 16. maí 2022 | |
Forseti | Emmanuel Macron |
Forveri | Édouard Philippe |
Eftirmaður | Élisabeth Borne |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 25. júní 1965 Vic-Fezensac, Frakklandi |
Þjóðerni | Franskur |
Stjórnmálaflokkur | Union pour un mouvement populaire (til 2015) Lýðveldisflokkurinn (2015–2020) La République En Marche! (frá 2020) |
Háskóli | Université Toulouse-Jean-Jaurès Sciences Po École nationale d'administration |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Æviágrip
breytaÁður en Castex var skipaður forsætisráðherra var hann meðlimur í franska Lýðveldisflokknum og hafði verið bæjarstjóri smábæjarins Prades í Pýreneafjöllum.[1] Castex starfaði sem ráðgjafi Nicolasar Sarkozy Frakklandsforseta og gegndi aðstoðarskrifstofustjórastöðu í forsætisráðuneytinu á stjórnartíð hans.[2] Árið 2020 var Castex fenginn til að stýra afléttingu útgöngubanns vegna kórónaveirufaraldursins í Frakklandi. Hann hafði áður stýrt neyðaráætlun vegna fuglaflensufaraldursins í Frakklandi.[3]
Þann 3. júli árið 2020 skipaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti Castex forsætisráðherra Frakklands eftir að Édouard Philippe baðst lausnar ásamt ríkisstjórn sinni. Stjórnarskipti höfðu legið í loftinu um nokkurt skeið og Macron hafði gefið í skyn að hann vildi breyta um áherslur á síðustu tveimur árum kjörtímabils síns.[4] Castex var lítt þekktur þegar hann var skipaður en þótti hafa breiðari skírskotun á pólitíska litrófinu en forveri sinn og meðal annars eiga í betra sambandi við stéttarfélög.[3]
Castex sagði af sér í maí 2022, eftir að Macron vann endurkjör í forsetakosningum mánuðinn á undan. Hann sagði tíma sinn í landsmálunum vera liðinn. Élisabeth Borne varð nýr forsætisráðherra.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ Kjartan Kjartansson (3. júlí 2020). „Macron skipar borgarstjóra úr Pýreneafjöllum forsætisráðherra“. Vísir. Sótt 15. júlí 2020.
- ↑ „Frakkland: Fyrrverandi forsætisráðherra til rannsóknar vegna COVID-19-vanrækslu“. Varðberg. 5. júlí 2020. Sótt 15. júlí 2020.
- ↑ 3,0 3,1 „Ný ríkisstjórn í Frakklandi“. mbl.is. 3. júlí 2020. Sótt 15. júlí 2020.
- ↑ Ásgeir Tómasson (3. júlí 2020). „Nýr forsætisráðherra skipaður í Frakklandi“. RÚV. Sótt 15. júlí 2020.
- ↑ Þórgnýr Einar Albertsson (16. maí 2022). „Borne verður forsætisráðherra Frakklands“. RÚV. Sótt 16. maí 2020.
Fyrirrennari: Édouard Philippe |
|
Eftirmaður: Élisabeth Borne |