Alnus cordata
Alnus cordata[1][2] er tré eða runnategund af birkiætt (Betulaceae) og er það ættað frá suður Apennínafjöllum (Campania, Basilicata og Calabría, aðallega á vestur fjallafjallahlíðum) og norðausturfjöllum Korsíku.[3] Það hefur verið flutt til Sikileyjar og Sardiníu og síðar til miðhluta N-Ítalíu,[4][5][6] öðrum Evrópulöndum; (Frakkland, Belgía, Spánn, Azoreyjar, Bretland)[7] og lönd utan Evrópu (Chile, Nýja-Sjáland),[4] þar sem hann hefur orðið ílendur.
Alnus cordata | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð Alnus cordata
óþroskaðir karlreklar | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Útbreiðslukort
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Þetta er meðalstórt tré, allt að 25 metra hátt[8] (einstaka sinnum að 28 m), með bol allt að 70 til 100 sm í þvermál. Tréð er lauffellandi en er laufgað sérstaklega lengi, frá apríl fram í desember á norðurhveli; blöðin eru stakstæð, hjartalaga (cordata), gljáandi græn, 5 til 12 sm löng, með fíntenntum kanti.
Nytjar
breytaEins og aðrar elritegundir auðgar hann jarðveginn (niturbinding) með bakteríunni Actinomyces alni (Frankia alni).[9] Hann þrífst í miklu þurrari jarðvegi en flestar aðrar elritegundir, og vex hratt við jafnvel mjög óhentugar aðstæður, sem gerir hann sérstaklega verðmætan í landslags útplöntunum á erfiðum stöðum eins og úrgangshaugum náma og í þjöppuðum jarðvegi þéttbýlissvæða. Hann er oft ræktaður sem skjólbelti.
Hann gefur einnig af sér verðmætan rauðleitt rauðgulan við. Hann grotnar fljótt þar sem loftar um hann, en er endingargóður í vatni. Það er notað í útskurð eða renndur, í húsgögn, panel eða krossvið.[9]
Bonsai
breytaAlnus cordata er notaður í meðalstórt til stórt bonsai, hraðvaxandi en bregst vel við klippingu.[10]
Ytri tenglar
breyta- Alnus cordata - útbreiðslukort, verndun og aðrar upplýsingar. European Forest Genetic Resources Programme (EUFORGEN)
Tilvísanir
breyta- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
- ↑ Gamisans, J. (1983). L'Aulne à feuilles en coeur Alnus cordata (Loisel.) Loisel. dans son milieu naturel en Corse. ENGREF, Ecole nationale du génie rural, des eaux et des forêts, Nancy (FRA).
- ↑ 4,0 4,1 Caudullo, G., Mauri, A., 2016. Alnus cordata in Europe: distribution, habitat, usage and threats. In: San-Miguel-Ayanz, J., de Rigo, D., Caudullo, G., Houston Durrant, T., Mauri, A. (Eds.), European Atlas of Forest Tree Species. Publications Office of the European Union, Luxembourg, pp. e015443+
- ↑ Camarda, I. (1982). Note su alberi e arbusti della Sardegna Geymt 11 október 2016 í Wayback Machine. Bollettino della Società sarda di scienze naturali, Vol. 21: 323-331
- ↑ Salvatore Cambria, Flora e Vegetazione della Sicilia: Alnus cordata (Loisel.) Duby Geymt 15 júlí 2016 í Wayback Machine. Accessed on July 2016
- ↑ Shaw, K., Wilson, B. & Roy, S. 2014. Alnus cordata. The IUCN Red List of Threatened Species 2014: e.T194657A2356349. [1]. Downloaded on 15 July 2016
- ↑ Rushforth, Keith (1986) [1980]. Bäume [Pocket Guide to Trees] (þýska) (2nd. útgáfa). Bern: Hallwag AG. bls. 91. ISBN 3-444-70130-6.
- ↑ 9,0 9,1 Ducci, F.; Tani, A. (2009). „Italian alder - Alnus cordata“ (PDF). EUFORGEN Technical guidelines for conservation and use. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 11. ágúst 2016. Sótt 23. október 2017.
- ↑ D'Cruz, Mark. „Ma-Ke Bonsai Care Guide for Alnus cordata“. Ma-Ke Bonsai. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2012. Sótt 5. júlí 2011.