Alnus jorullensis
Alnus jorullensis er sígræn elritegund, ættuð frá austur og suður Mexíkó, Guatemala og Hondúras.[1][2]
Alnus jorullensis | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Alnus jorullensis Kunth | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Alnus acuminata var. jorullensis (Kunth) Regel |
Alnus jorullensis er meðalstórt tré, að 20 til 25 m hátt. Blöðin eru egglaga til sporöskjulaga, 5–12 sm löng, nokkuð leðurkennd, með tenntum jaðri og með kirtlum að neðan. Blómin eru vindfrjóvgaðir reklar, og koma að vori.[3]
- Undirtegundir[1]
- Alnus jorullensis subsp. jorullensis - Mexíkó, Guatemala, Hondúras
- Alnus jorullensis subsp. lutea Furlow - Mexíkó
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
- ↑ Furlow, John (apríl 1979). „The Systematics of the American Species of Alnus (Betulaceae)“. Rhodora. 81 (826): 151. Sótt 18. desember 2015.
- ↑ Nelson Sutherland, C.H. (2008). Catálogo de las plantes vasculares de Honduras. Espermatofitas: 1-1576. SERNA/Guaymuras, Tegucigalpa, Honduras
Wikilífverur eru með efni sem tengist Alnus jorullensis.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:Alnus jorullensis.