Alnus nepalensis

lauffellandi tré af ættkvísl elri

Alnus nepalensis er elritegund frá heittempruðum svæðum á hálendi Himalajafjalla. Tréið er kallað Utis á nepölsku. Það er notað til að endurheimta landgæði, sem eldiviður og til kolagerðar. Þetta er ríkistré Indverska ríkisins Nagaland.

Alnus nepalensis
Alnus nepalensis í Panchkhal dal í Nepal
Alnus nepalensis í Panchkhal dal í Nepal
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Undirættkvísl: Alnus
Tegund:
A. nepalensis

Tvínefni
Alnus nepalensis
D.Don[1]
Samheiti

Clethropsis nepalensis (D.Don) Spach
Betula leptostachya Wall.
Betula leptophylla Regel

Grein af Alnus nepalensis

Lýsing

breyta

A. nepalensis er stórt lauffellandi elri með silfurgráum berki sem nær að 30 m hæð og 60 sm að bolþykkt. Blöðin eru stakstæð, heil, grunntennt, með áberandi æðum samsíða, 7–16 sm löng og 5–10 sm breið. Blómin eru í reklum, karl og kvenblóm aðskilin en á sama tré. Karlreklarnir eru 10 til 25 sm langir og hangandi, en kvenblómin eru upprétt, 1 til 2 sm löng, með allt að 8 saman í "axillary racemes".[2] Óvenjuleg fyrir elri þá koma blómin að hausti, með fræþroska árið eftir.

Útbreiðsla

breyta

Hann vex í Himalajafjöllum í 500–3000 m hæð, frá Pakistan um Nepal og Bhutan til Yunnan í suðvestur Kína. Hann þolir mjög breytilegan jarðveg og vex mjög vel í mjög blautum svæðum. Hann þarfnast mikils raka og kýs helst að vera við ár, en vex einnig í hlíðum.[3]

Nytjar

breyta

Hann vex hratt og er stundum plantað sem rofvörn á fjallshlíðum og til endurhemtar landgæða í skiftirækt. Hann er með svepprótarhnýði sem binda nitur úr andrúmslofti. Timbrið er meðalhart. Það er stundum notað til að gera kassa og aðra létta smíði, en aðallega í eldivið, þar sem hann brennur hratt en jafnt, og í kolagerð. Eins og er er þessi tegund helst valin af mismunandi innfæddum þjóðarbrotum svo sem H'mong, Nung og Thu Lao í Simacai héraði (Lao Cai province, Norður Víetnam) til að endurheimta og auðga skóga með innfæddri þekkingu (SPERI, CENDI) [2]

Tilvísanir

breyta
  1. D.Don, 1825 In: Prodr. Fl. Nepal. : 58
  2. 2,0 2,1 Dorthe Jøker. Alnus nepalensis D. Don“ (PDF). Seed leaflet. Copenhagen University. Sótt 8. ágúst 2015.
  3. Firewood Crops: Shrub and Tree Species for Energy Production. National Academies. 1980. bls. 78. NAP:14438.

Ytri tenglar

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.