Fjallölur
Fjallölur, fræðiheiti Alnus maximowiczii,[1][2][3] er elritegund ættuð frá Japan, Kóreu, og austast í Rússlandi (Sakhalin, Primorye, Khabarovsk, Kúrileyjar).[4][5][6]
Fjallölur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Alnus maximowiczii Callier | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Útbreiðsla og búsvæði
breytaÚtbreiðslusvæði tegundarinnar er austast í Rússlandi; Sakhalin, Primorye, Shantar-eyjar, Kúrileyjar (Shikotan, Kunashir, Iturup, Simushir)[7], Japan[8] og Kóreuskaga[9].
Hann vex á bökkum áa og lækja, nálægt sjó. Austast í Rússlandi er hann frá Kievka-á til vatnasvæðis Uda-ár. Hann vex ýmist stakur eða í þykknum í rökum jarðvegi. Hann vex helst upp í hálendi þar sem hann er í skjóli dala. Stundum vex hann með runnafuru á fjallatoppum þar sem hann verður jarðlægur. Á Kúrileyjum er hann undirgróður í steinbjarkarskógum, í lægðum og hlíðum.
Lýsing
breytaRunni eða tré að 10m hæð. Börkurinn er grár, með nær kringlóttum loftaugum; ungar greinar eru ljósbrúnar með fjölda mjög mjórra loftauga.
Brumin eru sessile, 1-1.3 cm löng. Blöðin eru breiðegglaga, 7-10 sm löng, 7-8 sm breið, með breiðum oft hjartalaga grunni, fíntennt.
Könglarnir eru 1,5-2 sm langir, á stuttum stilk. Fræin eru með vængjum.
Blómstrar í maí - júní.
Ytri tenglar
breyta- Plants for a Future Geymt 20 ágúst 2017 í Wayback Machine
Tilvísanir
breyta- ↑ C.K.Schneider, 1904 In: Ill. Handb. Laubholzk. 1: 122
- ↑ WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
- ↑ English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 349. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. maí 2017. Sótt 25. janúar 2016 – gegnum Korea Forest Service.
- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
- ↑ Bailey, L.H. & E.Z. Bailey. 1976. Hortus Third i–xiv, 1–1290. MacMillan, New York
- ↑ „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2014.
- ↑ Воробьёв Д. П., Ворошилов В. Н., Гурзенков Н. Н., Доронина Ю. А., Егорова Е. М., Нечаева Т. И., Пробатова Н. С., Толмачёв А. И., Черняева А. М. (1974). Определитель высших растений Сахалина и Курильских островов. Л.: Наука. Ответ. ред. Толмачёв А. И. bls. 143.
- ↑ Соколов С. Я., Связева О. А., Кубли В. А. (1977). „Том 1. Тиссовые — Кирказоновые“. Ареалы деревьев и кустарников СССР. Л.: Наука. bls. 105–106.
- ↑ По данным сайта GRIN (см. карточку растения).