EV7 Sólarleiðin
EV7 Sólarleiðin er 7.409 km löng EuroVelo-hjólaleið frá Nordkapp í Noregi til Möltu í Miðjarðarhafinu. Leiðin liggur um níu lönd, Noreg, Finnland, Svíþjóð, Danmörku, Þýskaland, Tékkland, Austurríki, Ítalíu og Möltu.
Leiðin
breyta- Noregur: Leiðin liggur frá Nordkapp til Honningsvåg og Repvåg til Alta í Finnmörku og Kautokeino.
- Finnland: Leiðin liggur eilítið inn í Finnland til Hetta og Palojoensuu að landamærum Svíþjóðar við Karesuando.
- Svíþjóð: Í Svíþjóð fer leiðin til Haparanda og Sundsvall, Torsång, Borås og endar í Helsingborg þar sem ferja gengur til Helsingør í Danmörku.
- Danmörk: Leiðin liggur frá Helsingør til Kaupmannahafnar og síðan til Køge, Præstø, Stubbekøbing til Gedser þar sem ferja gengur til Þýskalands.
- Þýskaland: Leiðin liggur frá Rostock til Krakow am See, Neustrelitz, Oranienburg til Berlínar, og síðan um Wittenberg og Dresden að landamærum Tékklands.
- Tékkland: Leiðin liggur eftir Saxelfi um Melnik til Prag, til Pilsen og Ceské Budejovice að austurrísku landamærunum.
- Austurríki: Í Austurríki liggur leiðin til Linz, eftir Dóná til Passau og Salzburg að Brennerskarði við landamæri Ítalíu.
- Ítalía: Á Ítalíu fylgir leiðin fyrirhugaðri Bicitalia-leið 1 sem liggur um Mantúa, Bologna, Flórens, Grosseto, Róm, eftir Via Appia til Napólí að Reggio Calabria þar sem ferja gengur til Messína á Sikiley þar sem leiðin heldur áfram til Catania og Sýrakúsu þar sem ferja gengur til Möltu.
- Malta: Á Möltu er stungið upp á nokkrum hjólaleiðum.
Myndir
breyta-
Skilti á leiðinni í Tékklandi.
Tenglar
breyta- Upplýsingar um leiðina Geymt 23 ágúst 2007 í Wayback Machine