Messina
Messina er þriðja stærsta borg Sikileyjar og þréttanda stærsta borg Ítalíu[1]. Íbúar borgarinnar eru 232.000 (2019) og íbúar stórborgarsvæðis Messínu 650.000. Borgin er staðsett við sundið Messínu. Bærinn var nefndur Zancle þar til konungurinn Anaxilas nefndi hana upp á nýtt Messene í höfuðið á samnefndri borg í Grikklandi.
Háskóli Messínu
breytaHáskóli Messínu (Università degli Studi di Messina) var stofnaður 1548 af Ignatius Loyola sem "primum ac prototypum collegium Societatis Jesu", þ.e. fyrsti Jesúítaskólinn og af fyrirmynd Jesúítanna. [2] Árið 1678 var háskólanum lokað sem refsingu fyrir uppreisn gegn yfirráðum Spánar.
Háskólinn var endurreistur 1838 af Ferdinand II Sikileyjakonungi.
Jarðskjálftinn sem lagði Messina í rúst árið 1908, eyðilagði stóran hluta háskólans auk þess sem margir prófessorar og námsmenn dóu. Þegar árið 1909 opnaði lagadeildin aftur og aðrar deildir á næstu árum.
Við háskólinn eru 52 000 nemendur og hann er þriðji stærsti háskólinn á Sikiley.
Í Messínu eru ræðismannsskrifstofur Danmerkur, Þýskalands, Íslands, Noregs, Rússlands og Spánar.