Nordkapp (á íslensku nefnt Knöskanes) er nyrsta sveitarfélag Noregs. Það er í fylkinu Finnmörku. Höfuðstaður sveitarfélagsins er bærinn Honningsvåg en önnur þorp eru Gjesvær, Kåfjord, Kamøyvær, Kjelvik, Nordvågen, Repvåg, Skarsvåg og Valan. Íbúar eru rétt rúmlega 3.000 talsins.