Helsingjaeyri

(Endurbeint frá Helsingør)

Helsingjaeyri (danska: Helsingør) er bær á austurströnd Sjálands í Danmörku með um 63.000 íbúa (2018). Bærinn stendur við Eyrarsund þar sem sundið er mjóst milli Sjálands og Helsingjaborgar á Skáni í Svíþjóð. Bílferja gengur milli bæjanna. Elstu heimildir um bæinn eru frá 1231 en hann fékk kaupstaðarréttindi 1426 frá Eiríki af Pommern um leið og Eyrarsundstollurinn var settur á og virkið Krókurinn reist og síðar Krúnuborgarhöll.

Helsingør.

Ólafskirkjan er elsta bygging bæjarins, en þar var Dietrich Buxtehude m.a. organisti um tíma.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.