Hléborðseyjar

(Endurbeint frá Bresku Hléborðseyjar)

Hléborðseyjar eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Þær eru nefndar Hléborðseyjar þar sem ríkjandi staðvindar blása frá suðri til norðurs svo þær eru hléborðs miðað við syðri eyjarnar; Kulborðseyjar.

Kort af Hléborðseyjum

Hléborðseyjar var heiti á breskri nýlendu sem taldi eyjarnar Antígva, Barbúda, Bresku Jómfrúreyjar, Montserrat, Sankti Kristófer og Nevis, Angvilla og (til 1940) Dóminíku, frá 1671 til 1816 og aftur frá 1833 til 1960. Nýlendan hét Sambandsnýlenda Hléborðseyja (Federal Colony of the Leeward Islands) frá 1871 til 1956 og Hléborðseyjaumdæmi (Territory of the Leeward Islands) frá 1956 til 1960.

Til Hléborðseyja teljast venjulega:

Hin örsmáa og fjarlæga Fuglaeyja (Isla Aves) er stundum talin með til hægðarauka.

Ólíkar skiptingar

breyta

Skiptingin milli Hléborðseyja og Kulborðseyja er mismunandi í munni Breta, Spánverja, Hollendinga og Þjóðverja: Í enskumælandi löndum er venjulega miðað við að skiptingin liggi milli Dóminíku og Martinique, en í spænskumælandi löndum eru eyjarnar milli Jómfrúaeyja suður að Trínidad og Tóbagó (að þeim meðtöldum) kallaðar Kulborðseyjar og eyjarnar við strönd Venesúela kallaðar Hléborðseyjar.

Að auki er staðbundið (til dæmis á Bresku Jómfrúaeyjum) að telja eyjarnar frá JómfrúaeyjumDóminíku til Kulborðseyja.