Félagseyjar (franska: Îles de la Société, opinbert heiti: Archipel de la Société, tahítíska: Tōtaiete mā) er eyjaklasi í suðurhluta Kyrrahafs. Eyjarnar heyra undir Frönsku Pólýnesíu.

Félagseyjar

Haldið er að James Cook landkönnuður hafi gefið eyjunum nafn í fyrsta leiðangri sínum þangað árið 1769. Nafnið hafi verið Konunglega breska vísindafélaginu, sem styrkti leiðangurinn, til heiðurs. Hins vegar segir Cook í dagbókinni sinni að hann hafi nefnt þær Félagseyjar því „þær liggja þétt saman“.

Eyjarnar skiptast landfræðilega og stjórnsýslulega í tvo hluta:

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.