Pólverjar
Pólverjar (pólska: Polacy) eru vesturslavneskt þjóðarbrot ættað frá Póllandi. Talið er að 37,394,000 Pólverjar búi í Póllandi. Í gegnum söguna hafa Pólverjar sest að á ýmsum slóðum þar á meðal Stóra-Póllandi, Litla-Póllandi, Masóvíu, Slesíu, Pommern, Kujavíu, Ermlandi, Masúríu og Podlakíu.
Fyrir þúsund árum tókst ættflokki Polananna, sem átti heimslóðir í Stóra-Póllandi á svæðinu í kringum Giecz, Gniezno og Poznań, að sameina ýmsa aðra ættflokka í eitt ríki undir stjórn Píastanna.
Pólverjar búa margir í öðrum Evrópulöndum (einkum í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Rússland, Hvíta-Rússlandi, Litháen, Tékklandi, Lettlandi og Úkraínu), Ameríku (Bandaríkjunum, Brasilíu, Kanada og Argentínu) og Ástralíu. Stærsta samsöfnun Pólverja í heimi er á stórborgarsvæði Katowice, þar sem 2,7 milljón Pólverjar eiga heima.