Baldvin Björnsson (1. maí 187924. júlí 1945) var íslenskur listmálari og gullsmiður. Hann er fyrsti íslenski listmálarinn sem fékkst við abstraktlist meðan hann dvaldi í Berlín frá 1901 til 1914.

Baldvin var sonur Sigríðar Þorláksdóttur og Björns Árnasonar gullsmiðs. Hann lærði gullsmíði hjá föður sínum á Ísafirði og flutti síðan til Kaupmannahafnar til að fullnema sig í iðninni. Eftir það hélt hann til Berlínar þar sem hann vann í þrettán ár hjá gullsmíðaverkstæði. Þar giftist hann Mörthu Clöru Bemme (síðar Björnsson). Þau eignuðust þrjá syni, Hauk kaupmann (1906), einn af stofnendum Kommúnistaflokks Íslands, Harald Stein kaupmann (1910) og Björn Theodor listfræðing (1922). Þau Martha fluttu til Íslands þegar Fyrri heimsstyrjöld braust út.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.