Baldur Þórhallsson

íslenskur fræðimaður

Baldur Þórhallsson (f. 25. janúar 1968) er íslenskur fræðimaður. Hann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki og Jean Monnet Chair í Evrópufræðum.[2] Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á smáríkjum í Evrópu og verið gestakennari við fjölda erlendra háskóla.[3][4] Baldur er frambjóðandi í forsetakosningunum 2024 og er einnig einn af eigendum Hellanna við Hellu ehf.[5]

Baldur Þórhallsson
Fæddur
Baldur Þórhallsson

25. janúar 1968 (1968-01-25) (56 ára)
Selfoss, Ísland
Menntun
StörfPrófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
MakiFelix Bergsson[1]

Æskuár breyta

Baldur fæddist á Selfossi þann 25. janúar 1968. Foreldrar hans eru Þórhallur Ægir Þorgilsson og Þorbjörg Hansdóttir. Hann ólst upp á bænum Ægissíðu á bökkum Ytri-Rangá. Baldur lauk grunnskóla á Hellu.[4]

Menntun breyta

Baldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1988.[4] Árið 1991 útskrifaðist hann með BA-gráðu úr stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í kjölfarið hélt hann út í nám við Háskólann í Essex í Englandi þar sem hann útskrifaðist með MA-gráðu í stjórnmálum vestur-evrópu árið 1994. Árið 1999 lauk hann doktorsgáðu í stjórnmálafræði frá Háskólanum í Essex.[2][4]

Í BA námi sínu við HÍ tók hann virkan þátt í starfi stúdentahreyfingarinnar Vöku. Árið 1999 var hann einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og hefur tekið virkan þátt í réttindabaráttu hinsegin fólks.[4]

Ferill breyta

Baldur endurreisti Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands árið 2002 og stofnaði í leiðinni Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands.[3] Einnig stofnaði hann Sumarskóla Rannsóknaseturs um smáríki sem hefur starfað frá 2003. Árið 2008 settist hann í stjórn Félagsstofnunnar stúdenta. Árið 2014 varð hann deildarforseti stjórnmálafræðideildar HÍ.[4]

Árin 2009-2013 var hann varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.[4]

Framboð til forseta breyta

Þann 4. mars 2024 fyrir miðnætti ákvað Gunnar Helgason náinn vinur Baldurs og Felix að skora á Baldur að bjóða sig fram til forseta. Þetta kom fram í Facebook-hópnum Baldur og Felix – alla leið. Á sólarhring höfðu rúmlega tíu þúsund manns skráð sig á stuðningssíðuna.[6] Degi síðar sagði Baldur að hann og Felix myndu leggja enn betur við hlustir[7] og ný skoðanakönnun sýndi að fólk var jákvætt fyrir framboði.[8]

Þann 20. mars 2024 ákvað Baldur að bjóða sig fram til forseta í forsetakosningunum 2024.[9]

Einkalíf breyta

Baldur er giftur leikaranum Felix Bergssyni.[1] Þeir búa í Reykjavík á Íslandi og eiga tvö börn, þar á meðal Guðmund Felixson sviðslistamann.[4] Dóttir Baldurs er Álfrún Perla Baldursdóttir stjórnmálafræðingur.[heimild vantar]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Elma Rut Valtýsdóttir (6. september 2021). „Hittust fyrst á bóka­safni Sam­takanna 78: „Ég hélt hann ætlaði aldrei að hringja". visir.is. Sótt 12. mars 2024.
  2. 2,0 2,1 „Baldur Þórhallsson - Professor | University of Iceland“. english.hi.is. Sótt 12. september 2022.
  3. 3,0 3,1 „Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?“. Vísindavefurinn. Sótt 11. mars 2024.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 4,5 4,6 4,7 „Hefur sérhæft sig í smáríkjum í Evrópu“. Tímarit.is. Morgunblaðið. 25. janúar 2018. Sótt 11. mars 2024.
  5. „Hellarnir við Hellu“. Rangárþing ytra. Sótt 12. mars 2024.
  6. „Tíu þúsund manna Facebookhópur hvetur Baldur til forsetaframboðs“. RÚV. 16. mars 2024.
  7. „Munu leggja enn betur við hlustir“. Vísir. 5. mars 2024.
  8. „Íslendingar jákvæðir gagnvart Baldri á Bessastaði“. Morgunblaðið. 5. mars 2024.
  9. Baldur Þórhallsson býður sig fram til forseta Rúv, sótt 20. mars 2024
   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.