Andakíll kallast landsvæðið frá HafnarskógiGrímsá norðan Skarðsheiðar við sunnanverðan Borgarfjörð. Láglendi Andakíls er mýrlent með bröttum fjöllum ofar. Tveir dalir liggja að Andakíl; Skorradalur og Lundarreykjadalur. Um sveitina rennur svo laxveiðiáin Andakílsá en í henni er Andakílsárvirkjun sem tekin var í notkun árið 1947.

Nær Hvítá eru flæðiengjar og víða má sjá gamla sjávarbakka eftir hærri sjávarstöðu.

Andakíll tilheyrir í dag Borgarbyggð en var áður sér hreppur; Andakílshreppur. Í Andakíl er þéttbýlisstaðurinn Hvanneyri.

Nafnið Andakíll

breyta

Andakíll og Andakílsá heita eftir öndunum sem Grímur háleyski sá þegar hann gekk fyrst upp með ánni. [1] Svo segir í Egils sögu:

Grími hinum háleyska gaf hann bústað fyrir sunnan Borgarfjörð, þar er kallað var á Hvanneyri; þar skammt út frá skarst inn vík ein eigi mikil; fundu þeir þar andir margar og kölluðu Andakíl, en Andakílsá, er þar féll til sjóvar. Upp frá á þeirri til þeirrar ár, er kölluð var Grímsá, þar í milli átti Grímur land. [2]

Andakílsá er vatnsmikil bergvatnsá sem á upptök sín í Skorradalsvatni og fellur til sjávar við ósa Hvítár við Borgarfjarðarbrú. Kíll þýðir djúpur, lygn lækur sem líður hægt fram, en hefur einnig aukamerkingarnar síki, lón eða grasivaxin lægð með blautum jarðvegi í botni.

Andakíll er líka nafn á vík sunnan við Hvanneyri.

Tilvísanir

breyta
  1. Lögrétta 1908
  2. Egils saga; af snerpu.is
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.