Alþjóðlega hljóðstafrófið

Alþjóðlega hljóðstafrófið eða alþjóðlega hljóðritunarstafrófið (enska: International Phonetic Alphabet, skammstafað IPA) er sérstakt stafróf sem er sérstaklega hannað til að lýsa öllum hljóðum mannlegs máls til hljóðritunar. Það var að frumkvæði Alþjóðlega hljóðfræðifélagsins (enska: International Phonetic Association) árið 1886 sem málvísindamenn hófu að þróa samræmt hljóðritunarstafróf. Nú til dags nýtist það málvísindamönnum, talmeinafræðingum, söngvurum og leikurum svo fátt eitt sé nefnt.

Með alþjóðlega hljóðstafrófinu er leitast við að lýsa áþreifanlegum eiginleikum mælts máls, þá hljóðönum, hljómfalli og niðurgreiningu í orð og atkvæði. Því eru þó takmörk sett þegar kemur að smæstu smáatriðum, en reynt hefur verið að auka á notagildi þess með viðbótartáknum.

Þau grunntákn sem stuðst er við í alþjóðlega hljóðstafrófinu eru stafir og sérmerki. Hægt er að hljóðrita af mismikilli nákvæmni og stöðugt er unnið að því að bæta nákvæmni stafrófsins. Alþjóðlega hljóðfræðifélagið bætir við, fjarlægir og breytir táknum eftir þörf. Núorðið eru stafirnir alls 107, sérmerkin 52 og hljómfallstákn fjögur í stafrófinu.

Sérhljóð

breyta
Frammælt ' Miðmælt ' Uppmælt
Nálæg
 
i • y
ɨ • ʉ
ɯ • u
ɪ • ʏ
• ʊ
e • ø
ɘ • ɵ
ɤ • o
ə
ɛ • œ
ɜ • ɞ
ʌ • ɔ
æ
ɐ
a • ɶ
ɑ • ɒ
Nær-nálæg
Hálfnálæg
Miðlæg
Hálffjarlæg
Nær-fjarlæg
Fjarlæg

Samhljóð

breyta

Samhljóðatafla Alþjóðlega hljóðstafrófsins

Staður → Varamælt Tannmælt Gómmælt Kokmælt Raddglufu-
mælt
↓ Háttur Tvívara-
mælt
Tannvara-
mælt
Tannmælt Tannbergs-
mælt
Tanngóm-
mælt
Rismælt (Fram-)
gómmælt
Gómfyllu-
mælt
Vara- og
gómmælt
Úfmælt Kokmælt Raddglufu-
mælt
Nefhljóð m ɱ n ɳ ɲ ŋ ɴ
Lokhljóð p b t d ʈ ɖ c ɟ k ɡ q ɢ ʡ ʔ
Blístursmæld önghl. s z ʃ ʒ ʂ ʐ
Miðmæld óblístursmæld önghl. ɸ β f v θ ð θ̠ ð̠ ɹ̠˔̊ ɹ̠˔ ɻ˔̊ ɻ˔ ç ʝ x ɣ χ ʁ ħ ʕ ʜ ʢ h ɦ
Nálgunarhljóð ʋ ɹ ɻ j ɰ
Sveifluhljóð ʙ r * ʀ *
Sláttarhljóð ⱱ̟ ɾ ɽ * ʡ̯
Hliðmælt önghl. ɬ ɮ ɭ˔̊ ɭ˔ ʎ̥˔ ʎ˔ ʟ̝̊ ʟ̝
Hliðmælt nálg.hl. l ɭ ʎ ʟ
Hliðmælt sláttarhl. ɺ * ʎ̯

Tengt efni

breyta