Myndunarháttur
Í hljóðfræði á myndunarháttur við legu talfæranna (t.d. tungunnar, varanna og gómsins) þegar málhljóð myndast. Eitt einkenna myndunháttar er hversu nálægt talfærin koma hvert öðru.
Oftast er talað um myndunarhátt í sambandi við samhljóð, en lega talfæranna getur líka haft áhrif á eiginleika munnholsins, sem kemur líka við myndun sérhljóða. Þegar um samhljóð er að ræða er líka hugað að myndunarstað og röddun.