Híeróglýfur (eða fornegypskar helgirúnir) er annað tveggja ritkerfa sem voru notuð af Forn-Egyptum. Híeróglýfur eru að stofni til atkvæðaskrift en innihalda einnig tákn fyrir heil orð (myndleturstákn) og líka tákn sem ákvarða merkingarsvið þess orðs sem þau standa með (t.d. hvort orðið á við manneskju, dýr, athöfn eða hlut).

Híeróglýfur frá musterinu í Kom Ombo

Fyrir um 1700 árum glataðist þekkingin á því hvernig ætti að lesa helgirúnirnar og enginn gat ráðið þær fyrr en Rósettusteinninn fannst 1799 í Egyptalandsherferð Napóleons. Almennt álitu menn helgirúnirnar (sem voru vel þekktar, meðal annars gegnum skrif grískra sagnfræðinga) vera frumstæða tegund myndleturs þar sem táknin stæðu hvert fyrir eitt orð og sem bæri að lesa líkt og myndasögu. Fundur Rósettasteinsins og ráðning helgirúnanna markaði þannig upphaf fornleifarannsókna í Egyptalandi á nýöld.

Tenglar

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?“. Vísindavefurinn.