HTML
HTML (skammstöfun á Hypertext Markup Language) er mál sem er notað við gerð vefsíðna. Það setur fram texta og segir til um snið hans. Þessi gerð af málum kallast ívafsmál. HTML-skjöl innihalda svo hlekki sem geta beint á önnur skjöl.
HTML (HyperText Markup Language) | |
---|---|
Skráarending: | .html, .htm |
MIME-gerð: | text/html |
Hönnun: | W3C |
Tegund forsniðs: | Ívafsmál |
Útfærsla á: | SGML |
Útfært í: | XHTML |
Sérstök merki (tögg) eru notuð til að merkja hvað hinir ýmsu hlutar skjalsins þýða. Töggin eru táknuð með goggum (< og >) og er texti t.d. feitletraður svona: <b>feitletraður texti</b>
(b táknar bold, sem er enska fyrir feitletrun).
Við gerð vefsíðna er útliti skjalsins svo stýrt með þar til gerðu máli, CSS, og frekari gagnvirkni er útbúin með forritunarmálinu JavaScript.
HTML er nú staðall sem Alþjóðasamtök um veraldarvefinn (W3C) viðhalda. Nýjasta opinbera útgáfa staðalsins er HTML5.
Dæmi um HTML5-kóða:
<!DOCTYPE html>
<html>
<!--
Hausinn inniheldur ýmsar
upplýsingar sem vafrinn
notar en notandi sér ekki
-->
<head>
<meta charset="UTF-8" /> <!-- Þetta þarf til að nota íslenska stafi -->
<title>Titill þessarar síðu</title>
</head>
<!--
Í skrokknum á skjalinu kemur svo
allur texti skjalsins.
-->
<body>
<p>Halló heimur!</p>
</body>
</html>