Þula

(Endurbeint frá Þulur)

Þulur eru ein gerð íslenskra þjóðkvæða, fleiri en sjö línur að lengd og ekki erindaskipt, sem hefur verið hluti af munnlegri hefð að minnsta kosti síðan á 15. öld. Merking orðsins „þula" hefur breyst í gegnum tíðina og virðist það fyrst hafa átt sérstaklega við kvæði sem tengdust nafnarunum eða annari upptalningu. Á 18. öld tíðkuðust svokallaðar langlokur sem voru langir rímaðir bragir þar sem ekki var skilið á milli erinda. Í seinni tíð hafa þulurnar orðið að barnagælum. [1]

Þulur
Móðir raular þulur fyrir börn sín. Teikning eftir Mugg. Teikningin birtist á forsíðu ljóðabókarinnar Þulur eftir Theodóru Thoroddsen árið 1916.

Höfundar þulna eru yfirleitt óþekktir. Þó hafa ýmis seinni tíma skáld tekið ástfóstri við þuluformið og var ljóðskáldið Theodóra Thoroddsen (1863-1954) frá Kvennabrekku í Dölum þeirra langþekktust.

Þjóðlög við íslenskar þulur

breyta

Þulur voru yfirleitt mæltar fram eða raulaðar fyrr á öldum fyrir börn með einföldum laglínum.[2] Mörg þessara þjóðlaga hafa varðveist og þekkjast enn vel í dag. Þá útsetti tónskáldið Jórunn Viðar margar þessar laglínur og gaf út á prenti á ofanverðri 20. öld.

Dæmi um þulur

breyta

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. https://skemman.is/bitstream/1946/584/1/thulur.pdf
  2. Yelena Sesselja Helgadóttir (2020). [chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://opinvisindi.is/bitstream/handle/20.500.11815/1939/YSH%20endanleg%20skil.pdf?sequence=1&isAllowed=y „Íslenskar þulur síðari alda“] (PDF). bls. 252. {{cite web}}: Lagfæra þarf |url= gildið (hjálp)
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.