Bárður minn á jökli

Bárður minn á jökli er íslensk þula eða forneskjubæn. Hún var einnig kölluð „þófaraþula" fyrir þær sakir, að menn töldu að þófið gengi betur ef þeir (þ.e. þófararnir) færu með þuluna við vinnu sína. Þulan er varðveitt t.d. í handriti Jóns Norðmanns (1820-1877) í Barði í Fljótum. (Lbs. 539 4to,). Um þuluna segir Jón Norðmann sjálfur: „Þessa bæn nudda þófarar stundum fyrir munni sér, þegar þeir eru að þæfa. Ekki hefi eg heyrt hana alla fyrr en 1862".[1]

Þá er þulan stundum talin hafa verið bæn til Bárðar Snæfellsáss, sbr. þjóðsöguna um Þæfusteininn á Snæfellsnesi.[2]

Þulan þekktist enn víða um land til sveita um miðja 20. öld.

Tenglar breyta

Heimildir breyta

  1. Jón Samsonarson (2002). Ljóðmál. Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík. bls. 70-71.
  2. „Þæfusteinn á Snæfellsnesi“. Jón Árnason.