Faðir minn er róinn


Faðir minn er róinn er gömul íslensk þula sem hefur verið einhvers konar ljóðaleikur fyrir börn fyrr á öldum.[1] Um ljóðaleiki er átt við þegar fóstra tekur barn á kné sér og rær með það í takt við hreyfingu barnsins.[1] Yfirleitt fylgdi ljóðasöngur með í kjölfarið. Þessi þula var send Fornfræðafélaginu í Kaupmannahöfn árið 1853.[1] Til er önnur uppskrift af þulunni með rithönd Lárusar Helgasonar, sonar Helga Sigurðssonar á Melum (Lbs. 3387 8vo).[1]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Jón Samsonarson (2002). Ljóðmál. Stofnun Árna Magnússonar, Reykjavík. bls. 103.

Tenglar

breyta