Tvísöngur

Tvísöngur eða fimmundasöngur er tveggja radda söngur sem einkennist af því að sungið er í fimmundum og að raddirnar krossast.

Raddirnar skiptast í laglínu og fylgirödd (í nótum kallað vox principalis og vox organalis, eða bassi og tenór). Í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar er að finna rúmlega 40 tvísöngva og er sá elsti skrifaður niður árið 1473 á Munkaþverá.

HeimildirBreyta

  • Tvísöngur á folkmusik.is
  • Bjarni Þorsteinsson (1906). „Íslensk þjóðlög“. Carlsbergsjóðurinn.
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.