Heyrði ég í hamrinum

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist


Heyrði ég í hamrinum (eða Heyrða ég í hamarinn) er gömul íslensk þula sem komst snemma á blað miðað við aðrar þulur. Elsta uppskriftin að þulunni má finna í pappírshandriti sem skrifað var á árunum 1777 til 1778 (Lbs. 852 4to II, bls. 93). Þulan er fræg einkum fyrir það að ættartölu Óðins, frægasta guðs í norrænni goðafræði, hefur verið bætt aftan við hana.

Íslensk þjóðlög hafa varðveist við þessa þulu og eru þær laglínur m.a. varðveittar inná vefslóð Ísmús.