Útreikningsdeilurnar

Útreikningsdeilurnar var fræðileg umræða sem kom fram snemma á 20. öld og snerist um hvort sósíalískt hagkerfi gæti úthlutað auðlindum á skilvirkan hátt án þess að treysta á markaðsverð. Umræðan kviknaði vegna gagnrýni á frjálshyggju og efnahagslegu misrétti í kjölfar iðnbyltingarinnar og vakti athygli hagfræðinga frá ýmsum fræðaskólum. Meginspurningin var hvort miðstýrt hagkerfi, þar sem ríkið stjórnaði framleiðslu og dreifingu, gæti náð betri eða að minsta kosti jafn mikilli skilvirkni og markaðshagkerfi.[1]

Deilurnar milli austurríska skólans og sósíalista

breyta

Umræðan hófst formlega með grein sem Enrico Barone gaf út árið 1908. Hann hélt því fram að sósíalískt hagkerfi gæti fræðilega séð, náð sama hagkvæmni og kapítalískt, þar sem hægt væri að fá verð með jöfnum, óháð því hvort þær voru leystar af markaðnum eða stjórnvöldum. Aðrir hagfræðingar eins og Otto Neurath og Maurice Dobb veltu þessu einnig fyrir sér. Þeir vitnuðu í velgengni stríðshagkerfa og efuðust um nauðsyn peninga og fullveldis neytenda í sósíalísku kerfi. Ludwig von Mises og Friedrich Hayek fulltrúar austurríska skólans mótmæltu þessum fullyrðingum og héldu því fram að miðlæg áætlanagerð myndi mistakast vegna skorts á raun verði fyrir fjárfestingarvörur og yfirgnæfandi upplýsinga sem þarf til að gera úthlutun auðlinda skilvirka. Á hinni hliðinni vörðu sósíalískir hagfræðingar eins og Oskar Lange og Abba Lerner hagkvæmni sósíalískrar áætlanagerðar með því að leggja til að ríki gæti líkt eftir markaðsaðstæðum með því að nota verðkerfi og náð ákjósanlegri auðlindaúthlutun.[1]

 
Mynd af Otto Neurath tekin árið 1919

Otto Neurath, peningalaust hagkerfi og þjóðnýting

breyta

Vínarborg var að glíma við mikla fátækt árin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það var ekki einungis vegna stríðsins og upplausn austurrísk-ungverska keisaradæmisins sem átti sér stað á þeim tíma. Það var líka vegna verðlagseftirlits þeirra á mat og eldsneyti. Sósíaldemókratar fengu flest atkvæði kosningum í Austurríki árið 1919 og mynduðu samsteypustjórn. Félagsmálanefnd ríkisstjórnarinnar kallaði eftir þjóðnýtingu á kolum, járni, stáli og fleiri geirum hagkerfisins.

Otto Neurath er heimspekingur og hagfræðingur frá Vínarborg sem tók þátt í að taka efnahagslegar ákvarðanir fyrir Sovétlýðveldið Bæjaraland árið 1919. Hann gaf einnig út bók árið 1919 þar sem hann kastaði fram hugmyndinni að miðstýrð úthlutun fyrri heimsstyrjaldarinnar gæti verið fyrsta skrefið í átt að peningalausu hagkerfi.[2]

Gagnrýni Mises á sósíalista

breyta

Mises var leiðandi gagnrýnandi á þeim hugmyndum sem sósíalistar voru að koma fram með í byrjun 20 aldarinnar í Vínarborg. Mises birti greinina efnahagslegur útreikningur í sósíalíska samveldinu (e. Economic Calculation in the Socialist Commonwealth) árið 1920 eftir að hafa ósáttur við skrif Neurath frá árinu áður. Neurath hafði lagt til hugmyndina um peningalaust hagkerfi þar sem auðlindir yrðu úthlutaðir af ríkinu í stað þess að treysta á markaði. Þetta ýtti við Mises, sem taldi slíka áætlanagerð ómögulega án markaðsverða. Mises fylgdi þeim skrifum eftir með bókinni Sósíalismi (e. Socialism) árið 1922.[2]

 
Ludwig Von Mises

Mises skrifaði í greininni sem hann gaf út 1920sósíalistar hefðu ekki tekið tillit til grundvallaratriði skortsins. Hann taldi að eftir að sósíalistar hefðu afnumið markaði hefðu stjórnendur sósíalíska hagkerfisins ekki vitund til þess að sameina auðlindir til þess að framleiða vörur á hagkvæman hátt. Þar sem engin einkaeign væri til staðar í framleiðslugæðum eins og landi, hráefnum og vélum, myndu markaðsverð á þessum gæðum hverfa. Samkeppnisleg tilboð, sem afhjúpa raunverulegan kostnað auðlinda og leiða til hagkvæmni, yrðu þar með ekki til. Hann sagði að Sósíalismi myndi skapa sóun og skort en ekki hagsæld. Að hans mati yrði miðstýrt hagkerfi „án áttavita“ (e. „at sea without a compass“) og ófært um að taka ákvarðanir sem tryggðu hagkvæma úthlutun auðlinda Það má segja að með þessari grein Mises hafi útreikningsdeilurnar hafist og reyndu sósíalískir hagfræðingar að svara þessum skrifum hans.[3]

Svör Oskar Lange við gagnrýni Mises

breyta

Sósíalíski hagfræðingurinn Oskar Lange hafnaði þeim rökum sem Mises kom fram með í greininni frá árinu 1920. Mises hafði sagt:  “Þar sem enginn frjáls markaður er til staðar er ekkert verðlagningarkerfi, án verðlagningarkerfis er enginn hagfræðilegur útreikningur.” Lange var sammála seinni hluta þess en hafnaði fyrri hlutanum.

Lange hélt því fram að sósíalískt hagkerfi gæti líka notað verðlagningarkerfi. Lange vildi meina að fullyrðing Mises um það að sósíalískt hagkerfi getur ekki leyst vandamálið við það að úthluta auðlindum skynsamlega byggist á ruglingi vegna eðli verðlags. Lange sagði að verð væru einungis skiptahlutföll en þó væri vissulega þörf fyrir þeim. Hann vildi hins vegar meina að uppruni þeirra þarf ekki að eiga sér stað á mörkuðum og að ráðuneyti sósíalista gæti stillt og sett þau upp á betri hátt.[4]

Svar Hayeks við Lange

breyta

Hayek svaraði málflutningi Lange um markaðssósíalisma í tveimur greinum. Í fyrri greininni frá 1940, Sósíalískur útreikningur: Samkeppnislausnin (e. Socialist Calculation: The Competitive Solution), viðurkenndi Hayek að tillögur Lange væru betri en fyrri hugmyndir um að hægt væri að skipuleggja hagkerfi án verðmæta og verðs. Hann gagnrýndi þó að miðstýring myndi ákvarða verð of hægt og flækja ferlið í samanburði við frjálsa markaði. Með því að láta framleiðendur fylgja föstum verðforsendum væri hætta á að eyðileggja samkeppni, sem er grundvallaratriði fyrir að lækka kostnað.

Í seinni greininni frá 1945, Notkun þekkingar í samfélaginu (e.The Use of Knowledge in Society), benti Hayek á að markaðssósíalistar eins og Lange gerðu ráð fyrir að allar upplýsingar um framleiðslukostnað væru gefnar. Hayek taldi þetta rangt, þar sem besta framleiðsluaðferðin væri uppgötvuð í gegnum samkeppni og frumkvöðlastarfsemi, ekki fyrirfram gefin. Markaðir nýttu dreifða þekkingu betur en miðstýrt kerfi, því slíkt kerfi gat ekki safnað öllum nauðsynlegum upplýsingum.[5]

Breyttar skoðanir Oskar Lange með tímanum

breyta

Árið 1940 útskýrði Lange í bréfi til Hayeks að upphafleg hugmynd hans um að miðlægt skipulagsráð ákvarðaði verð hefði aðeins verið aðferðafræðilegt tæki. Í raun taldi hann æskilegt væri að nota markaðsferil, þar sem það er raunhæfara. Þetta sýndi fyrstu merki um mildari afstöðu Lange.

Þessi þróun kom skýrar fram árið 1942 í fyrirlestri hans við Háskólann í Chicago, þar sem hann sagði að sósíalismi gæti notfært sér markaðsverð til að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að útrýma markaðnum. Hann sá markaði nú sem gagnlegt tæki til að auka samfélagsvelferð.

Um 1943 lagði Lange til blandað hagkerfi fyrir Pólland þar sem ríkið myndi stýra lykilatvinnugreinum en einkarekstur yrði áfram stór þáttur í hagkerfinu. Hann viðurkenndi að einkarekstur hefði sveigjanleika og nýsköpunargetu sem ríkið gæti ekki veitt. Þessi þróun sýnir hvernig Lange fjarlægðist fyrri strangari markaðssósíalísku hugmyndum sínum og tók upp blandaðri nálgun þar sem markaðir og ríkisrekstur gætu starfað saman.[6]

Líkan Lange

breyta

Líkan Lange er þróað til að sýna fram á hagkvæmni sósíalisma með miðlægri efnahagsáætlun. Lange lagði fram hugmyndir sínar til að svara gagnrýni frá austurrískum hagfræðingum, þar á meðal Mises og Hayek. Þeir töldu að hagfræðilegur útreikningur væri ómögulegur án markaðsverð fyrir fjármagnsgæði í sósíalísku kerfi. Líkanið var gefið út í greinum sem birtust á árunum 1936 og 1937 í tímaritinu Umsögn á hagfræði (e. Review of Economic Studies). [7]

 
Mynd af Oskar Lange tekin árið 1956

Lange lagði til að sósíalískt kerfi gæti líkt eftir verðmyndunarferli markaðar með miðlægri áætlanagerð, þar sem miðlægt skipulagsráð gæti ákvarðað verð fyrir vörur og þjónustu. Þetta átti að gerast í gegnum aðferð þar sem verðið væri fínstillt með tilliti til framboðs og eftirspurnar, ef vörur væru af skornum skammti eða í offramboði, þá myndu verðin breytast þar til jafnvægi myndaðist.[7]

Lange skipti sósíalískri þróun í áfanga þar sem í upphafi yrði miðlæg stjórnun og stjórnun framleiðslu en síðar færist áherslan yfir í aukna sjálfstjórn og efnahagslegar hvatar sem stuðla að almannahagsmunum. Fyrirmyndin hans byggir einnig á mikilvægi þess að hafa þátttöku starfsmanna til að forðast of mikla skrifræðisvæðingu og tryggja að fyrirtæki starfi í þágu samfélagsins.

Lange var meðal þeirra hagfræðinga sem leiddu umræðu um möguleikann á miðstýrðu hagkerfi sem gæti nýtt tölfræðileg reiknirit til að leysa fyrir hagkvæmasta nýtingu auðlinda, án þess að nota markaðsverð. Á fyrri hluta 20. aldar þróaði Lange hugmyndir um tilraun og mistök aðferð til verðlagningar, þar sem stjórnendur í miðstýrðu kerfi myndu nota viðbrögð og stillingar líkt og í markaðskerfi til að viðhalda jafnvægi.[8]

Þessi kenning eða fyrirmynd hafði það að markmiði að sýna fram á að með skipulagðri miðlægri stjórnun og viðeigandi viðbrögðum gæti sósíalískt kerfi náð hagkvæmni sem keppir við frjálsan markað. Hins vegar sýndu raunverulegar tilraunir með sambærileg kerfi á 20. öld að slík miðlæg stjórnun átti í verulegum erfiðleikum með hagkvæmni og sköpuðu oft stjórnvandamál og skrifræðislega stjórnarhætti.[7]

Gagnrýni Rothbard á miðstýrðan sósíalisma

breyta
 
Mynd af Murray Rothbard tekin á áttunta áratuginum

Í greininni Endalok sósíalismans og útreikningsumræðan endurskoðuð (e.The End of Socialism and the Calculation Debate Revisited) gagnrýnir Rothbard hugmyndina um miðstýrðan sósíalisma út frá því sem Mises kallaði útreikningsdeilurnar. Rothbard rökstyður að án frjáls markaðar með raunverulegt verðlagningar kerfi, sem myndast út frá samspili neytenda og framleiðenda, sé ómögulegt fyrir miðstýrt hagkerfi að ákvarða skynsamlega ráðstöfun auðlinda. Hann lagði áherslu á hlutverk frumkvöðulsstarfs, sem knýr áfram nýsköpun og skilvirkni í hagkerfi, þar sem frumkvöðlar taka áhættu í von um hagnað og bregðast hratt við breytingum í eftirspurn.

Rothbard gagnrýnir einnig hugmyndir Lange, sem hafði lagt til að tölvur gætu líkt eftir markaðnum með því að reikna út jafnvægisverð fyrir auðlindir. Samkvæmt Rothbard getur tölvutækni ekki fangað þann sveigjanleika og þá hvatningu sem einkennir raunverulegan markað, og miðstýrð ákvarðanataka verður því óskilvirk og óskynsamleg[9]

Vandamál hvata undir sósíalisma

breyta

Flestir Gagnrýnendur sósíalisma telja að eitt helsta vandamál sósíalisma vera skortur á hvata. Gagnrýnendur halda því oft fram að sósíalismi afnemur hagnað og tap, sem dregur úr hvata og það grefur undan framleiðni. Í sósíalísku hagkerfi eru framlög einstaklinga verðlaunuð í lágmarki vegna þess að aukin framleiðni er deilt sameiginlega milli einstaklinga innan hagkerfisins. Einstaklingur sem eykur framleiðni þarf því að deila aukinni framleiðni sinni þó að aðrir aðilar hagkerfis auka ekki framleiðni. Þetta dregur úr persónulegum ávinningi einstaklingsins og dregur úr hvata hans til þess að auka framleiðni. Þetta getur gert það að verkum að einstaklingar sleppa að leggja hart að sér þar sem að aukið framlag þeirra skilar litlum persónulegum ávinningi. Til að koma í veg fyrir þetta gætu sósíalistar reynt að koma á framleiðslukvóta til þess að passa að allir standi við ákveðið mikla framleiðni. Þetta skilar hins vegar ólíklega jafn mikilli framleiðni og er í kerfum sem verðlaunar aukna framleiðni eins og kapítalisma. [10]

Það hefur sýnt sig að skortur af hvata fyrir stjórnendur og starfsmenn í miðstýrðu hagkerfi sé mikill vandi. Óopinbert mottó verkamanna frá Sovétríkjunum var ,,þeir þykjast borga okkur, og við þykjumst vinna.” Stjórnendur sem ekki fá hlut hagnaðarins hafa lítin hvata fyrir skapandi hugsun eða að draga úr tímasóun til þess að auka hagnað. Mises vildi hins vegar meina að útreiknings vandamálið (e. calculation problem) væri stærra vandamál sósíalískra hagkerfa. Mises taldi að þó að sósíalískt hagkerfi myndi ná að leysa vandamál hvatans myndi það ekki leiða til þess að útreiknings vandamálið yrði leyst.[4]

Hrun Sovétríkjanna

breyta

Fall Berlínarmúrsins árið 1989 og fall Sovétríkjanna í kjölfarið virtust leysa umræðuna í þágu austurrískra hagfræðinga, þar sem margir litu á mistök miðstýrðra hagkerfa sem réttlætingu á gagnrýni Mises og Hayeks. Stóran hluta 1990 og 2000 virtist umræðan um kapítalisma og sósíalisma að mestu útkljáð og jafnvel margir vinstrisinnaðir stjórnmálaflokkar tóku markaðshagkerfi. Frægt er að Francis Fukuyama hafi talað um þetta tímabil sem „endir sögunnar“ sem bendir til þess að frjálslynt lýðræði og markaðskapítalismi hafi komið fram sem ráðandi kerfi.[11]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 „HET: The Socialist Calculation Debate“. www.hetwebsite.net. Sótt 18. september 2024.
  2. 2,0 2,1 The Clash of Economic Ideas. Cambridge. 2012. bls. 35.
  3. The Clash of Economic Ideas. Cambridge. 2012. bls. 36-37.
  4. 4,0 4,1 The Clash of Economic Ideas. Cambridge. 2012. bls. 46-48.
  5. The Clash of Economic Ideas. Cambridge. 2012. bls. 53-54.
  6. The Clash Of Economic Ideas. Cambridge. 2012. bls. 58-60.
  7. 7,0 7,1 7,2 Gomes, Luiz (2022-01). „Oskar Lange's Economics and the Socialist Economy“. mpra.ub.uni-muenchen.de (enska). Sótt 29. október 2024.
  8. Allin Cottrell og W. Paul Cockshott (Júlí 1993). „Calculation, Complexity And Planning: The Socialist Calculation Debate Once Again“ (PDF).
  9. „The End of Socialism and the Calculation Debate Revisited | Mises Institute“. mises.org (enska). 31. júlí 2021. Sótt 30. október 2024.
  10. David Osterfeld (Nóvember 1986). „Socialism and Incentives“. Foundation for Economic Education. Sótt 30. október 2024.
  11. Niemietz, Kristian (25. september 2023). „The Socialist Calculation Debate – then and now (Part 3)“. Institute of Economic Affairs (bresk enska). Sótt 19. september 2024.