Örnólfur Árnason

Örnólfur Árnason (f. 1941) er íslenskur rithöfundur, kvikmyndaframleiðandi og leikskáld.

Örnólfur nam lögfræði og viðskiptafræði við á árunum 1960 til 1963. Hann starfaði sem blaðamaður og leiklistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu á árunum 1963-69. Hann hóf nám að nýju í ensku og málvísindum við HÍ 1968 til 1970. Samhliða þessu kenndi hann íslensku og ensku í framhaldsskóla á árunum 1966-1970. Hann fluttist til Spánar og lærði spænsku og spænskar bókmenntir við Háskólann í Barcelona og leiklist við Leiklistarháskólann í Barcelona á árunum 1970 til 1972.

Örnólfur gerðist framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík 1979-1983 og framkvæmdastjóri Kvikmyndahátíðar 1980, 1981, 1982 og 1983. Hann var sömuleiðis framkvæmdastjóri Kvikmyndafélagsins Óðins h.f. 1980-1987 og framleiddi kvikmyndirnar Punktur punktur komma strik og Atómstöðina.

Frumsamin verk:

  • Svartfugl; leikrit eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Þjóðleikhúsið 1971.
  • Samson; leikrit, Sjónvarp 1971, Norska sjónvarpið 1971.
  • Viðtal; leikrit, Ríkisútvarp 1975, einnig útvarpað í Noregi, Finnlandi, Hollandi, Þýskalandi og Portúgal.
  • Að selja sólina; handrit kvikmyndar um Andalúsíu, Sjónvarp 1976.
  • Costa del Sol - Andalúsía; ferðahandbók 1977.
  • Costa Brava - Mallorca - Costa Blanca; ferðahandbók 1978.
  • Uppúr efstu skúffu (Blessuð minning); leikrit, Ríkisútvarp 1977, einnig útvarpað í Noregi, Belgíu og Írlandi. Sett upp á sviði í Hampstead Theatre í London 1979 og flutt á Edinborgarhátíðinni sama ár.
  • Silkitromman; óperulíbrettó, tónlistin eftir Atla Heimi Sveinsson, framlag Þjóðleikhússins til Listahátíðar 1982, sett upp í Þjóðleikhúsi Venesúela í Caracas 1983.
  • Atómstöðin (ásamt öðrum); kvikmyndahandrit 1983.
  • The Secret of the Icecave (ásamt öðrum); kvikmyndahandrit, Cannon Film 1989.
  • A Wheel of Stars; kvikmyndahandrit, Ichi-Ban Film 1991.
  • Á slóð kolkrabbans; Skjaldborg 1991.
  • Lífsins dóminó, ævisaga Skúla Halldórssonar; Skjaldborg 1992.
  • Járnkarlinn, æviminningar Matthíasar Bjarnasonar; Skjaldborg 1993.
  • Bankabókin: Eldey 1994.
  • Kóngur um stund, æviminningar Gunnars Bjarnasonar; Ormstunga 1995.

Fáeinar helstu þýðingar fyrir leikhús:

  • W. Somerset Maugham: Í fjötrum (Of Human Bondage); Ríkisútvarpið.
  • Harold Pinter: Dálítil óþægindi (A Slight Ache); Ríkisútvarpið.
  • Arnold Wesker: Blý (Bluey); Ríkisútvarpið.
  • Harold Pinter: Liðin tíð (Old Times); Þjóðleikhúsið. ????***** f. sjónvarp
  • Tennessee Williams: Sporvagninn Girnd (A Streetcar Named Desire), Köttur á heitu blikkþaki (Cat On A Hot Tin Roof); Þjóðleikhúsið.
  • James Saunders: Líkaminn, annað ekki (Bodies); Þjóðleikhúsið.
  • Antonio Buero Vallejo: Ef skynsemin blundar (El sueno de la razón); Þjóðleikhúsið.
  • Federico Garcia Lorca: Hús Bernörðu Alba (La casa de Bernarda Alba); RÚV.

Tenglar

breyta