Köttur á heitu blikkþaki
Köttur á heitu blikkþaki er leikrit eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams. Verkið er eitt af þekktari verkum Williams og vann til Pulitzer verðlauna fyrir leikrit árið 1955. Leikritið gerist á bómullarpantekru á bökkum Missisippi en þar býr óðalseigandinn Big Daddy Pollit. Leikritið fjallar um samskipti milli fólks úr fjölskyldu hans og þá sérstaklega samskipti sons hans Brick og Maggie konu Bricks.
Leikritið var kvikmyndað árið 1958 og lék Elisabeth Taylor þá hlutverk Maggie.
Tenglar
breyta- Amerískt, já mjög amerískt, Alþýðublaðið, 31. Tölublað (06.03.1997), Blaðsíða 7
- Enginn botnar í lífinu, Alþýðublaðið, 23. Tölublað (13.02.1997), Blaðsíða 4-5
- Verðug afmælissýning, Dagur, 235. tölublað (10.12.1991), Blaðsíða 5
- Köttur á heitu blikkþaki, Dagur - Tíminn Akureyri, 45. tölublað - Lífið í landinu (06.03.1997), Blaðsíða 15